Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 57
LIST OG KAPÍTALISMI
forneskju, sem lifir alltaf í frum-
stæðu bændaþj óðfélagi, ósnortnu af
kapítalískri þróun, stéttahatrið, upp-
reisnarhugur bændanna gegn þeim
furstum og herrum, sem þeir verða að
fæða, kjarkleysið eftir ósigrana í
bændauppreisnum, veikleikinn að
láta kaupa sig með bjór og brennivíni
frá frekari kröfum, óhefluð, djúp-
stæð, ögrandi óskin um efnalega vel-
ferð. í mörgum þjóðkvæðum er upp-
runalegur kjarni, sem seinni tímar
hafa svo spunnið um bálka, sem ým-
ist eru af toga stéttarbaráttu og upp-
reisnar, eða þá útþynning, afskræm-
ing, spilling, sem runnin er frá skipu-
lagi hinna ríkjandi stétta. Þessi upp-
reisn er óbæld í ballöðunni um Hróa
Hött, og nefna má þvermóðskuna í
mörgum þýzkum þjóðkvæðum, svo-
sem kvæðinu um Schwartenhals hinn
f átæka:
Ich nahm mein Schwert wohl in die Hand
und giirt es an die Seiten,
ich Armer musst’ zu Fusse gehn,
weil ich nicht hatt’ zu reiten.
Ich hob mich auf und ging davon
und macht mich auf die Strassen,
da kam ein reicher Kaufmannssohn,
sein’ Tasch’ musst’ er mir lassen.1
Eða þá ljóðið um þrjózku brúðina:
1 Ég tók þá sverðið mér í hönd / og gyrti
það við hlið mér, / ég, veslingurinn, varð
að ganga / því ekkert hafði ég til reiðar. /
Ég reis á fætur og hélt af stað / út á þjóð-
veginn / þá kom ríkur kaupmannssonur /
pyngju sína varð hann að láta mér eftir.
Ich ess’ nicht gerne Gerste,
steh auch nicht gem friih auf,
eine Nonne soll ich werden,
hab’ keine Lust dazu;
ei so wiinsch’ ich dem
des Ungliicks noch so viel,
der mich armes Mádel
ins Kloster hringen will.2
A hinn bóginn, þvílík ógnar lof-
gerð og undirgefni, þvílíkt þrugl og
dulræna og molabrauð af herranna
borðum í öðrum ljóðum, sem upp
eru tekin í „Des Knaben Wunder-
horn“! T. d. ljóðið um „rótina leynd-
ardómsfullu", þar sem er þetta innan-
tóma vers:
0 Wunderwerk! In Gottes Sohn
sind zwei Naturen in Person.a
Ellegar Ijóðið um eilífðina:
Ilör, Mensch: So lange Gott wird sein,
so lang wird sein der Höllen Pein,
so lang wird sein des Himmels Freud,
o lange Freud, o langes Leid!4
Eða þá þetta tilgerðarlega ljóð,
runnið frá hjarðmannasögum yfir-
stéttarinnar um: „Unað hjarðsveins-
■ í t.
ms :
2 Bygg þykir mér ekki gott / og ég vil
ekki fara snemma á fætur. / Ég á að verða
nunna, / mig langar ekki til þess / æ, ég
óska þeim / allrar ógæfu / sem ætlar að
koma mér vesælli stúlkunni / í klaustur.
3 Ó kraftaverk! í syni Guðs / eru tvö
eðli í einni persónu.
4 Heyr, maður: meðan Guð verður til /
verða vítiskvalimar líka til, / verður himna-
sælan líka til / ó sælan löng, ó kvölin löng.
47