Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Nichts kann auf Erden
verglichen werden
der Schafers Lust,
auf griinen Heiden,
verbliimten weiden,
gibt’s wahre Freuden,
mir ist’s bewusst.1
Þessi gjörólíka grundvallarafstaða
og gæðamismunur þjóðkvæðanna
vitna gegn hugmyndum rómantíkur-
innar um einingu „þjóðarsálarinnar“
og sýna, að þau eru ekki einungis
hugarfóstur mismunandi stétta og
þj óðfélagsástands, heldur líka verk
mismunandi hæfileikaríkra einstakl-
inga. Alþýðan hefur tileinkað sér hina
ólíkustu hluti og þróað þá með sér,
„alþýðleikinn“ er margbreytilegur,
góður og slæmur, frumleiki og fá-
nýti — og því er óráðlegt að taka
þátt í gagnrýnislausri rómantískri að-
dáun á alþýðulist upp og ofan, þess-
vegna er ógerningur að mæla hana á
annan kvarða en hverja aðra list, eft-
ir félagslegu innihaldi hennar og gæð-
um.
Og ennfremur verður að gera sér
grein fyrir því, að vaxandi iðnvæð-
ing, upplausn alls hins „trausta og
stöðuga“ heldur óaflátanlega áfram
að spilla alþýðulistinni, að hún getur
ekki nema að mjög takmörkuðu leyti
endurnýjað sig með innihaldi og
túlkunarmáta bændasamfélagsins,
1 Ekkert á jörðu / jafnast á við / sælu
hjarðsveinsins / á grænum heiðum / blóm-
skrýddum völlum / er hinn sanna gleði /
það veit ég.
hins flakkandi iðnsveins: stórborgin,
verkalýðsstéttin þarfnast nýs inntaks
og nýrra tjáningarhátta. Með bylt-
ingarhreyfingum hafa orðið til ný
„þjóðkvæði“, Marseillaisinn, Inter-
nationalinn, söngvar skæruliðanna í
frelsisbaráttunni. Og listilega saman-
settir söngvar Bertolts Brechts og
Hanns Eislers hafa líka orðið að
nýjum „þjóðkvæðum“, söngvum
hinnar byltingarsinnuðu verkalýðs-
stéttar. „Þjóðarheildin“ og hin dular-
fullt skapandi „þjóðsál“ í heimi kapí-
talismans eru óraunhæf hugtök; því
þar standa stéttirnar hvor gegn ann-
arri, og það er hvergi nema í barátt-
unni við yfirstéttina, sem aftur verð-
ur smám saman til alþýða úr þessu
molaða samfélagi. Ákall þýzku
rómantíkeranna til „alþýðunnar“ var
ekki einungis tálsýn heldur urðu af-
leiðingar hennar hrein afturhalds-
semi, henni var ekki aðeins stefnt
gegn borgarastétt nútímans, heldur
gegn allri viðleitni stéttarbaráttunnar
og hún hafnaði í rugli um „Þjóðfé-
lagsbræðralag“ (Socialpartner-
schaft), hafnaði í því að predika log-
inn, skinhelgan „samhug“.
Þessi rómantísku mótmæli gegn
borgaraheimi kapítalismans skjóta,
eins og áður er sagt, aftur og aftur
upp kollinum; samt eru þau aldrei
nema eitt af hugsanlegum viðbrögð-
um listamanns í heimi, sem ógerlegt
er að sætta sig við lengur. Með undra-
verðum krafti hafa rithöfundar hins
48