Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rec, Bonnard, Matisse, Rouault, Dufy — semsé nöfn flestra þeirra málara, sem gert hafa verk, sem lifðu öldina. Safn akademíkeranna, hinna lofuðu og hylltu, er hinsvegar værðarlegt hel- víti sj álfumglaðrar ofmettunar, gap- andi innihaldsleysis, þriflegrar lygi. Þar getur að líta yfirlætisfullar sögu- myndir við hliðina á meinfýsnum myndum úr hversdagslífinu, heilsandi stríðshetjur við hliðina á strípuðum konum, svo sléttum og glansandi á kroppinn, að það minnir á matarlím, fegraðar myndir af forsetum, sem embættismennskan og virðuleikinn drýpur af, við hliðina á myndum af gráskeggjuðum meisturum, um- kringdum af gyðjum, sem stignar virðast niður frá Parnass og Moulin Rouge, skelmislega strípalinga við hlið krossfestra og dýrlinga, sem snyrtistofurnar hafa búið undir glæsilegt píslarvættið. Þessi upptuggna list með innan- tóma ásýnd klassísks stíls og óheið- arlega misnotkun sína á gömlum formum, sem eiga sitt inntak í dauðri fortíð, með „ídealisma“ gerð- an eftir pöntun og tilfinningasemina tárfellandi um leið og hún berar brjóst og læri, er andstyggilegasta af- sprengi sundurdrafnandi borgara- heims. Eðli þess er lygin, frasinn, ákall á renesans og klassíska fortíð á tímum þegar þriflegur virðuleikinn hórast við nakta verzlunarmennsk- una. Þetta er ekki einungis að finna í listinni, heldur allsstaðar: íhalds- pólitíkusinn, sem talar á sunnudög- um um „frelsi, jafnrétti og bræðra- lag“ og hefur þrílita fánann einsog pentudúk um vömbina, er bara ögn ósvífnari, það er allur munurinn á honum og listamanninum, sem fær tóninn og formið að láni hjá klassík- erunum til að segj a þeim sem á hann hlusta rangt til vegar um hinn gjör- breytta heim. Það eru hetjur aka- demíunnar, sem hafa niðurlægt Tizi- an og Racine í hreinar formúlur, sem taka sér daglega í munn „fegurð“ og „göfgi“, mála það á léreftið, básúna það út um heiminn, þeir eru sjóðandi af hneykslun yfir úrkynjuninni, en sjálfir eru þeir verstu, auvirðilegustu úrkynjunartáknin. Því það er vissu- lega úrkynjun að lifa í heimi, sem er í upplausn og láta eins og allt sé í bezta lagi, einsog annað skipti ekki máli en að endurtaka í settlegu og sið- uðu formi glamuryrðanna það sem klassíkerarnir voru á sínum tíma bún- ir að túlka sem ferska og uppruna- lega reynslu heillar aldar. Impressjónistarnir risu öndverðir gegn þessari orðuskrýddu fortíðar- stælingu, sem duldi skömm sína undir lárviðarkrönsum. Það var einsog for- boði þegar Courbet, próletarískur og þrunginn lífskrafti, enda að lokum þátttakandi í Parísarkommúnunni, afneitaði krossi heiðursfylkingarinn- ar með stoltu bréfi til listamálaráð- herrans. Orðu heiðursfylkingarinn- 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.