Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 63
LIST OG KAPÍTALISMI ar: .. hefði ég aldrei undir nokkr- um kringumstæðum, eða fyrir nokk- urn mun þegið. Því síður mundi ég gera það í dag þegar svikin blasa við hvert sem litið er og samvizku manns hlýtur að ofbjóða slíkt sérhagsmuna- stefnuleysi ... þá er það ekki síður listamannssamvizka mín, sem bannar mér að taka við umbun, sem neytt er uppá mig af stjórnarinnar hálfu. Rík- ið er ekki dómbært í listmálum.“ Og seinna í bréfinu segir, að það yrði ör- lagaríkt fyrir listina ef henni yrði „þrengt inní hið opinbera velsæmi og hún þarmeð dæmd til ófrjórrar með- almennsku“. Þetta var stríðsyfirlýs- ing á hendur hinni opinberu, hinni akademísku list, á hendur þessari rík- isstuddu upptuggulist. Courbet, sem brýst útúr „hinu opinbera velsæmi“ með kröftugum natúralisma og hand- fjallar pensilinn einsog múrskeið, málar bændur og öreiga, landslag, á- vexti og blóm, er enganveginn im- pressj ónisti, en tekur þó stökkið úr safnhúsunum útí náttúruna, út meðal fólksins, út í ferskleik ljóss og litar, og í því er hann fyrirmynd impres- sjónista. Um hann segir Cézanne: „Múrarameistari, grófur gipshnoðari. Litaþjappari ... Enginn á þessari öld stendur honum á sporði. Hann brettir upp ermarnar, hallar húfunni útá eyr- að, steypir um koll Vendomesúlunni, pensilför hans eru pensilför klassísks málara ... Hann er djúpur, ákafur, fíngerður. Það eru til eftir hann verk, gullin einsog fullþroska korn, sem ég er hugfanginn af. Litur hans angar af korni ... og þvílíkar stúlkur! Sveifla, breidd, sæl þreyta, hvíld, sem Manet hefur ekki náð í „Morgunverðin- um“.“ Courbet var málari fólks og nátt- úru — þó uppgötva impressjónistarn- ir, sem á eftir honum koma líka nýj- an veruleika, þeir eru haldnir löngun til að mála menn og hluti sinnar sam- tíðar. Hinn glæsti Manet, vinur Bau- delaires og síðar Zolas, stingur uppá því við borgarstjóra Parísar að þekja fundarsali ráðhússins ekki með aka- demískum sögumálverkum heldur láta mála þar myndir og mótív nýrra tíma, markaðsskála, járnbrautar- stöðvar, brýrnar á Signu, fjölsótta al- menningsgarða. Það sem impressjón- istarnir gera er það sama og natúral- istarnir, sem fram komu á sama tíma, gerðu, þeir snúa sér að hinum virka degi samtímans, ófeimnir við hvers- dagslega hluti hversu Ijótir sem þeir eru. Manet hefur orðað þetta svo: „í dag segir listamaðurinn ekki: horfið á gallalaus, heldur horfið á heiðarleg verk. Það er heiðarleikinn sem gefur myndunum mótmælagildi, þó málar- inn hafi ekki hugsað um annað en að lýsa reynslu sinni.“ Manet bætir því við, að það hafi ekki verið ætlun sín að mótmæla, en mótmæli akademík- eranna og áhorfendanna, sem þeir séu búnir að spilla, gegn impressjón- ismanum hafi orðið til þess að hann 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.