Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 63
LIST OG KAPÍTALISMI
ar: .. hefði ég aldrei undir nokkr-
um kringumstæðum, eða fyrir nokk-
urn mun þegið. Því síður mundi ég
gera það í dag þegar svikin blasa við
hvert sem litið er og samvizku manns
hlýtur að ofbjóða slíkt sérhagsmuna-
stefnuleysi ... þá er það ekki síður
listamannssamvizka mín, sem bannar
mér að taka við umbun, sem neytt er
uppá mig af stjórnarinnar hálfu. Rík-
ið er ekki dómbært í listmálum.“ Og
seinna í bréfinu segir, að það yrði ör-
lagaríkt fyrir listina ef henni yrði
„þrengt inní hið opinbera velsæmi og
hún þarmeð dæmd til ófrjórrar með-
almennsku“. Þetta var stríðsyfirlýs-
ing á hendur hinni opinberu, hinni
akademísku list, á hendur þessari rík-
isstuddu upptuggulist. Courbet, sem
brýst útúr „hinu opinbera velsæmi“
með kröftugum natúralisma og hand-
fjallar pensilinn einsog múrskeið,
málar bændur og öreiga, landslag, á-
vexti og blóm, er enganveginn im-
pressj ónisti, en tekur þó stökkið úr
safnhúsunum útí náttúruna, út meðal
fólksins, út í ferskleik ljóss og litar,
og í því er hann fyrirmynd impres-
sjónista. Um hann segir Cézanne:
„Múrarameistari, grófur gipshnoðari.
Litaþjappari ... Enginn á þessari öld
stendur honum á sporði. Hann brettir
upp ermarnar, hallar húfunni útá eyr-
að, steypir um koll Vendomesúlunni,
pensilför hans eru pensilför klassísks
málara ... Hann er djúpur, ákafur,
fíngerður. Það eru til eftir hann verk,
gullin einsog fullþroska korn, sem ég
er hugfanginn af. Litur hans angar af
korni ... og þvílíkar stúlkur! Sveifla,
breidd, sæl þreyta, hvíld, sem Manet
hefur ekki náð í „Morgunverðin-
um“.“
Courbet var málari fólks og nátt-
úru — þó uppgötva impressjónistarn-
ir, sem á eftir honum koma líka nýj-
an veruleika, þeir eru haldnir löngun
til að mála menn og hluti sinnar sam-
tíðar. Hinn glæsti Manet, vinur Bau-
delaires og síðar Zolas, stingur uppá
því við borgarstjóra Parísar að þekja
fundarsali ráðhússins ekki með aka-
demískum sögumálverkum heldur
láta mála þar myndir og mótív nýrra
tíma, markaðsskála, járnbrautar-
stöðvar, brýrnar á Signu, fjölsótta al-
menningsgarða. Það sem impressjón-
istarnir gera er það sama og natúral-
istarnir, sem fram komu á sama tíma,
gerðu, þeir snúa sér að hinum virka
degi samtímans, ófeimnir við hvers-
dagslega hluti hversu Ijótir sem þeir
eru. Manet hefur orðað þetta svo: „í
dag segir listamaðurinn ekki: horfið
á gallalaus, heldur horfið á heiðarleg
verk. Það er heiðarleikinn sem gefur
myndunum mótmælagildi, þó málar-
inn hafi ekki hugsað um annað en að
lýsa reynslu sinni.“ Manet bætir því
við, að það hafi ekki verið ætlun sín
að mótmæla, en mótmæli akademík-
eranna og áhorfendanna, sem þeir
séu búnir að spilla, gegn impressjón-
ismanum hafi orðið til þess að hann
53