Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Höndin var mögur og sinaber og Ijósbrún — og þannig var andlitiff magurt og ljósbrúnt og ótal smáar hrukkur um augun, sem voru dökk og djúpstæð og gáfu ekkert sérstakt til kynna. Ekki feginleik eða undrun og hvorki bón né þakklæti eða nokkurn skapaðan hlut. — Takiði við enda hjá honum, sagði skipstjórinn, og nú var hann kominn út á brúarvænginn og virti gestinn og þessa hrörlegu bátskel hans fyrir sér. Einn hásetanna teygði sig yfir borðstokkinn ofan í bátinn og rakti upp fangalínuna og batt hana, en ókunni maðurinn skreið um borð, og þar sem hann stóð á þilfarinu andspænis þeim náði hann þeim tæpast í öxl, og hann brosti eins og afsakandi og sem snöggvast kom glóð í þessi djúpstæðu tjáning- arlausu augu. Þeir horfðu hverjir á aðra og skoðuðu hverjir aðra góða stund og sá ókunni bar engin sjóklæði, heldur var hann klæddur í jakkagarm, sem var orðinn rennvotur af þokunni og nældur upp í hálsinn með öryggisnælu, og baskahúfu hafði hann á höfði. — Þetta er doríufiskari, sagði skipstjórinn af brúarvængnum og litli mað- urinn leit jafnskjótt upp á hann. Tillit hans verður dálítið hundslegt og hann kinkar kolli í ákafa eins og hann hafi skilið það sem sagt var. — Do you speak English? sagði skipstjórinn. Litli maðurinn heldur áfram að kinka kolli og segir — Un poco — svo bætir hann við — little, og þar með segir skipstjórinn honum að koma upp í brúna og ræða við sig málið, en það skilur ókunni maðurinn ekki, og það kemur í sama stað niður, þótt skipstjórinn bendi honum að koma. Það er ekki fyrr en hásetarnir taka undir handlegg hans og leiða hann að járnstiganum að hann skilur, og kattfimur klifrar hann upp á brúarvænginn og þeir ganga inn í brúna. Litli maðurinn skimar í kringum sig og hann er á svipinn eins og lög- hlýðinn borgari sem skoðar fræga kapellu — og ratsjáin og dýptarmælarnir og fisksjáin, þetta eru bersýnilega mjög nýstárlegir hlutir í hans augum. Svo lítur hann á skipstjórann og man eftir einhverju og þrífur af sér baskahúfuna. Skipstjórinn brosir góðlátlega og uppörvandi. — Þú ert fiskimaður frá ■—■ frá portúgalskri ... hann leitar að orðinu en finnur það ekki og segir segl- skipi í staðinn. — Sí senor — yes, segir litli maðurinn og kinkar ákaft kolli. — Hvar er skipið þitt? spyr skipstjórinn. — Veit ekki, segir portúgalinn og ypptir öxlum og bendir út í þokuna. Síð- an reynir hann að útskýra hvernig á sér standi og loftskeytamaðurinn kemur fram og þeir bera saman bækur sínar skipstjórinn og hann og skilja báðir 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.