Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 69
Á GRÆNLANDSMIÐUM manninn þannig að hann hafi farið frá móðurskipinu fyrir tveim dögum og svo hafi skollið á þoka og hann hafi ekki fundiÖ skipið aftur og það ekki hann. Skipstjórinn hugsar málið. Svo spyr hann: — Hvar voruð þið að fiska? Portúgalinn horfir á hann í algjöru ráðleysi, svo ypptir hann öxlum og segir sem fyrr — Veit ekki — ég aðeins ... og hann gerir hreyfingar með hendinni eins og hann sé að skaka með færi. Skipstjórinn tekur hann við hönd sér og leiðir hann inn í kortaklefann og bendir á sjókortið og sýnir honum hvar þeir séu staddir og spyr hvort móður- skipið hafi verið á þessum slóðum. Litli maðurinn horfir á sjókortið og það bregÖur fyrir óttaglampa í inn- stæðum augum hans. Hann hristir höfuöið í ákafa og segir upp aftur og aftur — Me no savy — me no savy ... Loftskeytamaðurinn stendur að baki þeim og nú leggur hann orð í belg og segir: — Það má reyna að kalla skipið, hann veit þó hvað það heitir. — Satt segirðu, sagði skipstjórinn og snýr sér að litla manninum og spyr hvað móðurskipiÖ heiti. Jú, litli maðurinn vissi það og sagði til nafnsins, og þeir nefndu það nokkrum sinnum og lærðu hvernig það var borið fram, og þegar loftskeytamaðurinn hafði náð réttum framburði svo litli maðurinn var ánægður og kinkaði ákaft kolli í barnslegri gleði, þá segir loftskeytamaður- inn: — Þeir hlusta kannski á neyðarbylgjunni. — Ég veit svei mér ekki, segir skipstjórinn og fleygir hringfaranum á sjó- kortið. — Þetta var meiri sendingin. Þeir fara aftur fram í brúna. Loftskeyta- maðurinn hverfur inn í klefa til sín, en skipstórinn stingur höfðinu út um glugga og skipar mönnunum á þilfarinu að kippa þessari skel um borð. — Þetta held ég séu ekki góðir sjóbátar, segir hásetinn og röltir að stýrinu. — Er að undra, segir skipstjórinn. Þeir smíða þetta með það fyrir augum fyrst og fremst að koma sem mestu af þessu dóti fyrir á þilfari. Ætli hann hafi nokkuö étið síÖan í fyrradag. Skipstjórinn sneri sér að litla manninum, benti upp í sig og sagði: — Viltu borða? — Sí, muchas gracias, sagði litli maöurinn, kinkaði ákaflega kolli og strauk hendi yfir magann, brosti og vildi auðsjáanlega gefa í skyn að hann væri mjög hungraður. Hásetarnir höfðu brugðið böndum yfir kænuna og svipt henni um borð af handafli og þeir krunkuðu í kringum þetta litla fley. Einn þeirra fann heljar- mikinn kuðung og þeir furðuÖu sig á til hvers hann væri notaður. Svo fundu þeir áttung hálffullan af rauðvíni og einhverra hluta vegna litu þeir þennan 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.