Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — Hvernig ... — Já, hvemig ... — Ja, ég hef heyrt að þetta kosti skít og ekki neitt þarna suður frá. — Og hvernig þá? — Nú, fattarðu það ekki? — Fatta og fatta ekki. — Þú sást sjálfur kútinn, sagði bræðslumaðurinn. — Nú, ef það kostar ekki neitt, sagði ungi hásetinn. — Það er einmitt heila málið, sagði bræðslumaðurinn. Kýmileiti maðurinn brosti í kampinn og þeir brostu fleiri og ungi hásetinn varð vondur og sagði: — Ég sá kútinn eins vel og þið, en ef þetta kostar ekki neitt þá finnst mér það ekki andskoti mikið þó þeir fái að hafa þetta með sér. — Við getum sagt það, sagði bræðslumaðurinn og kýmdi framan í hina. Nú kom loftskeytamaðurinn inn í borðsalinn. Hann beygði höfuðið undir dyrastafinn og svo var hann hjá þeim og studdi höndum á borðbrúnina og leit á litla ókunna manninn af hluttekningu, eins og hann vildi afsaka eitthvað og sagði: — Þeir svara ekki — ég kalla og kalla og kalla, en þeir svara ekki. Skilurðu? Litli maðurinn leit upp á loftskeytamanninn og hristi ákaft höfuðið. — No comprendo senor — no comprendo. — Ee-e ... jamm — djöfullinn, sagði loftskeytamaðurinn og sneri sér að þeim hinum. — Reynið þið að koma honum í skilning um þetta, ég er að flýta mér, það er að koma tími ... — Og hvað á að verða um greyið? sagði bræðslumaðurinn. Við förum með hann inn á Norðmannahöfn, sagði loftskeytamaðurinn og bjóst til að yfirgefa borðsalinn. — Segið honum að ég skuli reyna aftur, ann- ars förum við með hann inn á Norðmannahöfn og þeir ná einhvern veginn sambandi við skipið. — Er engin pressa í dag? sagði kýmileiti hásetinn. — Ég nenni ekki að skrifa pressu núna, sagði loftskeytamaðurinn og var kominn út að dyrunum. — Það er djöfulan ekkert í fréttum, nema að einhver Tító eða Títov fór sautján hringi í kringum hnöttinn og svaf hálftíma yfir sig í geimfarinu. Svo var loftskeytamaðurinn þotinn. — Það er eins og þeir geti það þessir Rússar, sagði bræðslumaðurinn. — Hver sagði að hann væri endilega Rússi? sagði ungi maðurinn. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.