Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— Hvernig ...
— Já, hvemig ...
— Ja, ég hef heyrt að þetta kosti skít og ekki neitt þarna suður frá.
— Og hvernig þá?
— Nú, fattarðu það ekki?
— Fatta og fatta ekki.
— Þú sást sjálfur kútinn, sagði bræðslumaðurinn.
— Nú, ef það kostar ekki neitt, sagði ungi hásetinn.
— Það er einmitt heila málið, sagði bræðslumaðurinn.
Kýmileiti maðurinn brosti í kampinn og þeir brostu fleiri og ungi hásetinn
varð vondur og sagði: — Ég sá kútinn eins vel og þið, en ef þetta kostar ekki
neitt þá finnst mér það ekki andskoti mikið þó þeir fái að hafa þetta með sér.
— Við getum sagt það, sagði bræðslumaðurinn og kýmdi framan í hina.
Nú kom loftskeytamaðurinn inn í borðsalinn. Hann beygði höfuðið undir
dyrastafinn og svo var hann hjá þeim og studdi höndum á borðbrúnina og
leit á litla ókunna manninn af hluttekningu, eins og hann vildi afsaka eitthvað
og sagði: — Þeir svara ekki — ég kalla og kalla og kalla, en þeir svara ekki.
Skilurðu?
Litli maðurinn leit upp á loftskeytamanninn og hristi ákaft höfuðið. — No
comprendo senor — no comprendo.
— Ee-e ... jamm — djöfullinn, sagði loftskeytamaðurinn og sneri sér að
þeim hinum. — Reynið þið að koma honum í skilning um þetta, ég er að flýta
mér, það er að koma tími ...
— Og hvað á að verða um greyið? sagði bræðslumaðurinn.
Við förum með hann inn á Norðmannahöfn, sagði loftskeytamaðurinn og
bjóst til að yfirgefa borðsalinn. — Segið honum að ég skuli reyna aftur, ann-
ars förum við með hann inn á Norðmannahöfn og þeir ná einhvern veginn
sambandi við skipið.
— Er engin pressa í dag? sagði kýmileiti hásetinn.
— Ég nenni ekki að skrifa pressu núna, sagði loftskeytamaðurinn og var
kominn út að dyrunum.
— Það er djöfulan ekkert í fréttum, nema að einhver Tító eða Títov fór
sautján hringi í kringum hnöttinn og svaf hálftíma yfir sig í geimfarinu.
Svo var loftskeytamaðurinn þotinn.
— Það er eins og þeir geti það þessir Rússar, sagði bræðslumaðurinn.
— Hver sagði að hann væri endilega Rússi? sagði ungi maðurinn.
62