Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 73
ROGER PARET Vörn Sovétríkjanna 1941 [Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin síðan hervél þýzka nazismans brotnaði á vðm Rauðahersins og allrar sovézkrar alþýðu, síðan Sovétríkin björguðu gervöllum hinum frjálsa heimi, sem þá var, undan yfirvofandi villimennsku nazismans. Þessi höfuðþáttaskil styrjaldarinnar gerðust í tveim áföngum: á haustmánuðunum 1941 þegar Moskva var var- in, og í orrustunni um Stalíngrad haustið 1942. Vörn Sovétríkjanna sumarið og haustið 1941 er einn sá þáttur styrjaldarinnar sem sagnfræðingar og herfræðingar hafa síðan rætt af meiri áhuga en alla aðra atburði heimsstyrjaldarinnar síðari. Rauði herinn beið þar gífurlegt afhroð, og vann mikinn sigur. Þegar svo er í pottinn búið rísa vanalega eftirmál milli lierforingja og herja: því enginn vill bera ábyrgð á ósigri, en allir vilja hafa unnið sigra. Jafnvel þýzku herforingjarnir vilja eigna Hitler sigur Rauðahersins! — Til minn- ingar um hina örlagaríku atburði haustsins 1941 birtir Tímarit Máls og menningar hér þýdda grein eftir franskan blaðamann sem lýsir aðdraganda þýzk-rússneska stríðsins og atburðum þessara mánaða, og reynir að átta sig á orsökum þeirra. I greininni er stuðzt við heimildir, sem hafa verið að koma fram eftir stríðið, m. a. milliríkjaskjöl, dagbækur og endurminningar herforingja, stjómmálamanna og diplómata. Greinin birtist í vikublað- inu France-Observateur í sumar leið. — S. D.] Hinn 22. ágúst 1941 á sextugasta og öðr- um degi styrjaldar Þjóðverja við Ráð- stjómarríkin beindi Hitler til hershöfðingj- anna á austurvígstöðvunum skipun, sem hófst á þessum orðum: „Höfuðmarkmiðið, sem stefna ber að fyrir veturinn er ekki taka Moskvu, heldur hemám Krímskagans, iðnaðar- og kolahafnanna við Donets, að rjúfa olíuaðflutninga Rússa frá Kákasus- hémðunum; að norðan verður að einangra Leníngrað og mæta Finnum.“ Þannig urðu suðursléttur evrópuhluta Rússlands höfuð- athafnasvæði þýzka hersins. Hinn 25. ágúst hófst sókn Þjóðverja á allri víglínunni í Úkraínu, frá Gomel að Svartahafi. Þann dag hélt Hitler, að stríðið væri því sem næst unnið. Annars mátti vel svo virðast. Á ógnardögunum eftir 22. júní var engu líkara en Rússland riðaði til falls undan höggum hernaðarvélarinnar þýzku eins og Pólland, eins og Frakkland, eins og Júgó- slavía, eins og Grikkland. Þeim sem með fylgdust, ekki bara í Berlín, heldur jafnvel í London og New York, virtist vera hafið nýtt leifturstríð. Fangarnir skiptu hundr- uðum þúsunda, heilir herir umkringdir og einangraðir, sovézkar fyrirskipanir hurfu í veður og vind, það virtist sannarlega vera víðáttan ein og fjarlægðimar, sem fram- lengdu um nokkrar vikur mótstöðu þessa lands, svo óviðbúið sem það sýndist innrás- inni. Tuttugu árum síðar er þetta afhroð rauða hersins á fyrstu vikum stríðsins enn ein af hinum miklu ráðgátum heimsstyrj- 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.