Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 77
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941 stöðunni í heimsmálunum varð til þess að umleitanir sendiherrans voru ekki álitnar annað en örvæntingarfull tilraun Breta til að spilla á milli Berlínar og Moskvu og teyma Rússland inní stríðið gegn vilja sín- um „sem stríðsmann Bretlands á megin- landinu". Nú var þetta einmitt það sem Sovétstjómin vildi fyrir hvem mun forðast. Viðvömn Sir Stafford Cripps hafði því öld- ungis öfug áhrif. í raun og veru hafði 8. febrúar orðið samkomulag milli Lists marskálks og her- foringjaráðsins búlgarska, sem veitti þýzk- um hersveitum leyfi til að halda inní Búlg- aríu. Á móti lofaði Þýzkaland að styðja gamlar landakröfur Búlgara á hendur Grikkjum. Búlgaría fengi aðgang að Eyja- liafi og hlyti alla Vesturþrakíu frá landa- mærum Tyrklands allt til Vadir. 1. marz varð Búlgaría opinberlega aðili að þrívelda- samningnum. Aðfaranótt 28. febrúar hafði þýzki herinn farið yfir Dóná. í Moskvu vakti þetta mikla ólgu, innan flokksins, í almenningsálitinu, en þó fyrst og fremst, að því er virtist, í herforingja- ráðinu. Herforingjarnir, sem næstir stóðu Timosjenko, veittu hernaðarfulltrúum brezka sendiráðsins móttöku og skáluðu fyrir sigrinum yfir „hinum sameiginlega óvini“, en þessu höfðu Bretarnir ekki átt að venjast. Manúilskí, varaforseti Komin- tern, gaf þá yfirlýsingu á fundi, að hjá á- tökum við Hitlersþýzkaland yrði varla kom- izt. Annars dundu atburðirnir yfir. 26. marz var röðin komin að stjóm Júgóslavíu undir forustu ríkisstjórans Páls prins og Matko- vits að gerast aðili að þríveldasamningnum. Sama kvöldið varð stjómarbylting möndul- veldunum í hag. En nú var um seinan að vama því með nokkrum árangri að Þjóð- verjar kæmu sér fyrir á Balkanskaga. Hálf- um mánuði síðar, í birtingu þann 6. aprfl, flæddu þýzkar hersveitir yfir Júgóslavíu. Sovétríkin skárust ekki í leikinn. Ætlun Stalíns var fyrst og fremst sú að halda Sovétríkjunum utanvið styrjöldina svo lengi sem auðið yrði. Skref hafði þó þegar verið stigið í áttina til þess að slíta sambandi við Þýzkaland. Aðfaranótt sunnudagsins 6. apríl hafði verið undirritaður vináttusátt- máli Sovétríkjanna og Júgóslavíu, sem Stalín sjálfur undirbjó orðalagið á: „En ef Þjóðverjar reiðast og ráðast á ykkur,“ hafði sendiherra Júgóslavíu spurt Stalín í Kreml eftir undirritunina. Hann svaraði brosandi: „Komi þeir bara!“ En að morgni þessa sama sunnudags stóð Belgrad í björtu báli og innrásin flæddi yfir öll landamæri Júgó- slavíu. Nú réttlætti þessi vandlega undir- búni sáttmáli ekki íhlutun Sovétríkjanna, því hann hafði verið gerður of seint til að nokkru yrði bjargað, og Stalín þurfti að vinna tíma fremur en nokkru sinni fyrr. Þessi tími rétt fyrir innrás Hitlers er enn þann dag í dag torráðnari en annað, þennan tíma virðist stefna Stalíns í senn flóknust, útsmognust og tvíræðust — og tuttugu árum síðar eru uppi á honum tvennar gjörsamlega andstæðar skýringar. Hinn 13. aprfl, sama daginn og Belgrad féll, undirrituðu Sovétríkin vináttusamning með Japönum. Að því er virtist var þetta glæsilegur sigur fyrir þýzka stjórnmála- menn, árangur þrálátra tilrauna, sem full- trúar Þjóðverja í Moskvu og Tókíó höfðu gert frá því í október 1940 til að koma á beinu samkomulagi Sovétríkjanna og Jap- ans, þrátt fyrir þögn Japana og hik Sovét- ríkjanna. Með því að undirrita samning við asíuaðila þríveldasamningsins virtust Sovét- ríkin vera að taka sér stöðu, skipa sér í þýzk-sovézk-japanska heimsfylkingu. Það var einstæður atburður, sem fyllti erlenda fulltrúa í Moskvu af blöskrun, þeg- ar Stalín fylgdi sjálfur japanska utanríkis- ráðherranum, Matsújóka, á jámbrautar- stöðina. Helzt var haldið, að eftir kreppu undanfarinna mánaða og Júgóslavíumálið 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.