Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mundi hann sérstaklega vilja undirstrika við almenning að aftur væri hafin samvinna við Þýzkaland. I sannleika virðist svo sem höfuðmark Sovétríkjanna hafi verið að forðast það að þurfa, ef til kæmi, að berj- ast á öðrum vígstöðvum í Austurlöndum jafnframt hugsanlegum átökum við Þjóð- verja. Innihald samningsins var einmitt það, að undir engum kringumstæðum mundu samningsaðilarnir bera vopn hvor á annan, hverjar svo sem skuldbindingar þeirra væru í öðrum samningum. Bandalag Þjóðverja og Japana mundi því engu máli skipta. Þennan dag náði Stalín mikilvæg- um yfirburðum. Þetta skýrir vafalaust þann einstæða heiður, sem hann sýndi Matsújóka og þá gleði, jafnvel þann ofsafögnuð, sem við- staddir tóku svo mjög eftir, þegar hann gekk eftir bautarpallinum og tók í hönd far- þegum, starfsfólki, öllum sem hjá fóru. Ilann gat sem bezt lagt höndina á öxl hern- aðarfulltrúans þýzka, von Krebs ofursta í herforingjaráðinu, þegar hann var kynntur fyrir honum nokkru síðar, og sagt við hann með glettnissvip: „Við hérna verðum alltaf vinir, er það ekki!“ Það var ekki höfuð- atriðið. Meginatriðið var hlutleysi Japana, tryggt öryggi í Asíu, nú mátti beita öllum hemaðarstyrknum í vestur. Fyrsta maí var hersýningin á Rauðatorgi sérlega mikilfengleg. Vélaherdeildirnar streymdu hjá klukkutímum saman. Flugvél- arnar klufu loftið hundruðum saman. Sá orðrómur breiddist út meðal eriendra full- trúa í Moskvu að hersveitirnar hefðu hald- ið burt í átt til Minsk og Leníngrað. Og aðrar sveitir hefðu haldið til vesturianda- mæranna. Var þetta herblásturinn? Eftirvænting Schulenburgs var mikil. Daginn eftir hélt Hitler ræðu um baráttuna á Balkanskaga og skipulagningu Austur- evrópu. Ekki orð um Sovétríkin. Var þessi þögn merki um breytta stefnu? Gregoire Gafenco, sem þá var sendiherra Rúmeníu í Moskvu segir: „Eftirvæntingin óx.“ Þegar 22. apríl höfðu yfirvöld Sovétríkjanna mót- mælt brotum þýzkra flugvéla á sovézkri lofthelgi, en þau urðu æ tíðari. Frá 27. marz til 18. apríl voru skráð tuttugu og fjögur. Raunar hafði Sovétstjómin, sem vildi forðast alla árekstra, gefið út fyrir- skipanir til loftvarnarliðsins og orrustuflug- manna um að skjóta ekki niður þýzkar flugvélar, sem flygju yfir sovézkt land. Spennan var slík, að 2. maí skrifaði Schul- enburg til Wilhelmstrasse, að orðrómurinn um yfirvofandi styrjöld yrði æ áleitnari. Hann bætir við: „Andmæli okkar verða haldlaus svo lengi sem hver þýzkur ferða- maður, sem til Moskvu kemur gerir ekki einungis að staðfesta þetta, heldur styður það með áþreifanlegum dæmum.“ Hinn 7. maí var tekin ákvörðun, sem bar eindregið vott um hvað kreppan var alvar- leg. Æðstaráðið tilnefnir Stalín forsætis- ráðherra, Molotov verður varaforsætisráð- herra og fer jafnframt með utanríkismál áfram. Fyrsta ráðstöfun hins nýja ráðu- neytis kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hinn 9. maí var sendiráðum nokkurra ríkja, sem hersetin voru af Þjóðverjum (Noregs, Belgíu, Júgóslavíu, Grikklands) vísað burt úr Moskvu. Þetta kom jafnvel þýzku utanríkisþjónustunni á óvart. Af þessu var dregin sú ályktun, að Stalín væri sannfærður um, að hættan vofði yfir en jafnframt staðráðinn að forðast umfram allt styrjöld. Föstudaginn 13. júní klukkan 19 var gef- in út opinber tilkynning í Sovétríkjunum. Ilún fjallaði um orðróm sem brezku blöðin höfðu komið af stað um tiltölulega „yfir- vofandi styrjöld milli Sovétríkjanna og Þýzkalands" og um liðsafnað ríkjanna hvors um sig við sameiginleg landamæri þeirra. Orðrómur þessi var kallaður „klaufalegir áróðurstilburðir fjandmanna 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.