Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 85
VÖRN SOVÉTRÍKJANNA 1941 Smolensk og Jelnia voru gerð strax seinni hluta júlí. Sé það rétt, að innrás Hitlers 22. júní 1941 hafi komið herforingjum og ráðamönnum Sovétríkjanna á óvart þá hef- ur undrun þeirra líklega verið öllu fremur yfir því hvenær hún hófst heldur en hinu að innrásin væri hugsanleg. Og þegar allt kemur til alls er það vita- skuld mótspyma sovéthersins sem orsakar fyrst og fremst ósigur Þjóðverja í Rúss- landi. Þessi síendumýjaða mótspyma, sem loks varð árásarkynngi þýzka hersins um megn, hefði verið óhugsandi án þess að sovétherinn hefði strax í júní verið mikið styrktur. Vafalaust hefur hann ekki verið viðbúinn á svipstundu, hann var ekki einu sinni í námunda við landamærin, þó raunar herbúðir vélahersins kringum Bjalistok og Lvov væru langt framyfir það, sem venju- legt setulið hefur. En það er einmitt þessi skipan, sem gerir það að verkum að mikil- vægir herir sleppa frá fyrstu miklu um- kringingarorrustunum. Gegn norðurher von Leebs marskálks var her Vorosjílovs, sem alls var 29 fótgönguliðsfylki, 2 skriðdreka- fylki og 6 vélastórfylki, en hafði þó ekki nema 7 fylki á landamærunum. Hitt var aftar, á „Stalínlínunni". Á sama hátt voru herir Timosjenkós og Búdjennís dreifðir yfir mikið svæði. Samt hefðu allar þessar undirbúnings- ráðstafanir verið næsta gagnslausar ef her- sveitir Sovétríkjanna hefðu ekki veitt þýzka hemum varanlega mótspyrnu. Og hér erum við vafalaust komin að einu meginatriði í sögu styrjaldarinnar milli Þjóðverja og Rússa, þessari löngu onrustu, sem opinberir sagnritararSovétríkjanna kalla „föðurlands- stríðið mikla“. Það verður vissulega ekki dregið í efa, að um það leyti sem ákvörð- unin um innrásina í Sovétríkin var tekin vonuðust valdhafarnir í Þýzkalandi eftir því að fyrsta afleiðing innrásarinnar yrði hrun sovétskipulagsins með almennri upp- reisn þjóðarinnar gegn þvf stjórnarformi, sem októberbyltingin hafði komið á, jafn- framt klofningshreyfingum hinna ýmsu þjóðarbrota í Evrópu (Ukraína, Ilvítrússa) og einkum þó í Asíu (Georgíumanna, Arm- ena, Asérbæsjana, Túrkestana). Kleist mar- skálkur, sem stýrði árið 1942 suðurher Þjóðverja og stjórnaði því innrásinni í Kákasus, liefur skrifað um þetta mál: „Sig- urvonir okkar byggðust að miklu leyti á þeim möguleika, að f Rússlandi yrði póli- tísk uppreisn, að Stalín yrði velt af þjóð sinni vegna þess að hún væri búin að íá nóg af mistökunum. Stjórnmálaráðgjafar Foringjans ólu á þessum blekkingum.“ Það virðist áreiðanlegt, að Hitler, Gör- ing og nánustu samstarfsmenn þeirra hafi þegar um sumarið 1940 haft tilbúnar fyrir- ætlanir um sundurlimun Sovétríkjanna og myndun ákveðins fjölda af „þjóðarheild- um“ sem yrðu lausar undan „áhrifunum frá Moskvu". Hinn 30. marz 1941 gaf Foring- inn þá yfirlýsingu í viðurvist herforingj- anna, eftir því sem Halder segir, að norð- urhluti Rússlands yrði sameinaður Finn- landi og að Eystrasaltslöndin, Ukraína og Hvítarússland yrðu gerð að „protektorati" undir beinni stjórn Hins Mikla Ríkis. í rauninni var þessi stefna aldrei fylli- lega framkvæmd. Hvorki Himmler, Göring, né Hitler sjálfur treystust til að fylgja eftir tillögum sumra utanríkismálasérfræðinga og herforingjaráðsins, sem kröfðust þess þegar í júní 1941 að fullkominni „þjóð- flokkastefnu" yrði beitt þar austurfrá og fullyrtu að stríðið við Sovétríkin ynnist aldrei nema Þjóðverjar byggðu skipulega á stuðningi sjálfra íbúa Sovétríkjanna. í raun og veru var fyrirmönnum Hitlers- þýzkalands aldrei um það gefið að stofnuð yrðu raunverulega sjálfstæð ríki í Austur- evrópu. Þeim var umhugað um bein yfir- ráð, grófasta arðrán, sem þýzkir fjárafla- menn sætu einir að. Þegar lönd Slava hefðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.