Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR góðar uppfærslur — því leikhúsið hefur hæfileikafólki á að skipa. Einn slíkur stór- viðburður er sýning leikhússins á Húsverð- inarn eftir Harold Pinter. Verk þetta er göldrum slungin samtalskúnst. Efnið er engan veginn stórt í sniðunum: ungur mað- ur með hælisvist og vafasama lækningarað- gerð að baki býr einn í húsi, sem bróðir hans, framgjarn bílstjóri, hefur keypt yfir hann. Hann þarf gæzlumann og félaga í ein- verunni og reynir að vera sér úti um vesl- inga, sem fegnir er húsaskjólinu. Við fáum að fylgjast með einni slíkri tilraun, sem mistekst — annað ekki, engin prédikun um rétt eða ranglæti — en á þessum tveim og hálfum tíma komumst við í svo nána snert- ingu við tilveru þessara olnbogabarna, von- ir þeirra og haldlausar hlekkingar, eð eft- irá erum við ríkari. Sýning þessa verks í Þjóðleikhúsinu er viðburður, svona sýning er ekki einungis kvöldskemmtun, áhorfand- inn eignast hana uppfrá því. Fyrst ber og fremst að þakka leikurun- um tveim, Val Gíslasyni, sem leikur hér betur en nokkru sinni fyrr og færir okkur alla veru þessa manns, tragikómískan víta- hringinn, skapsmunina. Þennan umrenning langar okkur ekkert að fá í heimsókn; svo vel þekkjum við hann. Þá er ekki minna um vert túlkun Gunn- ars Eyjólfssonar á hinum geðveila Aston; hún er svo innvirðuleg og kurteis, svo heil og sönn, að slíkt er aðeins á valdi hinna fáu útvöldu. Bessi Bjamason virðist vera í nokkurri óvissu um hvað hann eigi að gera úr Mick. Hlutverkið er vandasamt fyrir það, að hann er aldrei sýndur í sínu eigin umhverfi, held- ur er þetta hús einskonar bakhlið á tilveru hans því honum er geðveila bróðurins feimnismál. Það er einsog Bessi hafi ekki fundið grundvöllin og vinni því allt í brota- brotum. Þetta er það eina, sem skrifast má til frádráttar hjá Benedikt Ámasyni, sem annars hefur stýrt þessari frábæru sýningu einkar farsællega. Aðsókn að Húsverðinum mun vera nokk- uð dræm — og nú vaknar ein fádæma barnaleg spurning: Hvernig stendur á því að leikhúsið notar ekki auglýsingabásún- una með blaðamannafundum og leynimakki til að teyma fólk að sjá þessa frábæm sýn- ingu? Ber það þá meir fyrir brjósti vinsæld- ir söngleiksins, sem fróðir menn segja að standi ekki undir kostnaði þó allir íslend- ingar kæmu að sjá hann? Og loks: leikskráin er eins og slys með svona góðri sýningu. Utyfir tekur þó þegar stefna Þjóðleikhússins er áréttuð með eftir- farandi klausu: „Og það er dýrt spaug að fara að sjá þessar miklu leiksýningar í New York. Góð sæti kosta minnst 10 dollara, sem svarar 430.— íslenzkum krónum." Hvað kemur okkur við verð á aðgöngumið- um í Bandaríkjunum þar sem kaupgjald er margfalt á við það íslenzka? Boðar þetta kannske þá stefnu, að í framtíðinni verði aðgangseyririnn líka miðaður við útlönd? 5. febrúar 1962 Þorgeir Þorgeirsson. Leiðrétting: í grein um Strompleikinn í síðasta hefti hefur slæðzt bagaleg villa. Þar stendur: Jón Sigurbjömsson leikur persón- una bráðskemmtilega ... á að vera leggur. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.