Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
góðar uppfærslur — því leikhúsið hefur
hæfileikafólki á að skipa. Einn slíkur stór-
viðburður er sýning leikhússins á Húsverð-
inarn eftir Harold Pinter. Verk þetta er
göldrum slungin samtalskúnst. Efnið er
engan veginn stórt í sniðunum: ungur mað-
ur með hælisvist og vafasama lækningarað-
gerð að baki býr einn í húsi, sem bróðir
hans, framgjarn bílstjóri, hefur keypt yfir
hann. Hann þarf gæzlumann og félaga í ein-
verunni og reynir að vera sér úti um vesl-
inga, sem fegnir er húsaskjólinu. Við fáum
að fylgjast með einni slíkri tilraun, sem
mistekst — annað ekki, engin prédikun um
rétt eða ranglæti — en á þessum tveim og
hálfum tíma komumst við í svo nána snert-
ingu við tilveru þessara olnbogabarna, von-
ir þeirra og haldlausar hlekkingar, eð eft-
irá erum við ríkari. Sýning þessa verks í
Þjóðleikhúsinu er viðburður, svona sýning
er ekki einungis kvöldskemmtun, áhorfand-
inn eignast hana uppfrá því.
Fyrst ber og fremst að þakka leikurun-
um tveim, Val Gíslasyni, sem leikur hér
betur en nokkru sinni fyrr og færir okkur
alla veru þessa manns, tragikómískan víta-
hringinn, skapsmunina. Þennan umrenning
langar okkur ekkert að fá í heimsókn; svo
vel þekkjum við hann.
Þá er ekki minna um vert túlkun Gunn-
ars Eyjólfssonar á hinum geðveila Aston;
hún er svo innvirðuleg og kurteis, svo heil
og sönn, að slíkt er aðeins á valdi hinna fáu
útvöldu.
Bessi Bjamason virðist vera í nokkurri
óvissu um hvað hann eigi að gera úr Mick.
Hlutverkið er vandasamt fyrir það, að hann
er aldrei sýndur í sínu eigin umhverfi, held-
ur er þetta hús einskonar bakhlið á tilveru
hans því honum er geðveila bróðurins
feimnismál. Það er einsog Bessi hafi ekki
fundið grundvöllin og vinni því allt í brota-
brotum. Þetta er það eina, sem skrifast má
til frádráttar hjá Benedikt Ámasyni, sem
annars hefur stýrt þessari frábæru sýningu
einkar farsællega.
Aðsókn að Húsverðinum mun vera nokk-
uð dræm — og nú vaknar ein fádæma
barnaleg spurning: Hvernig stendur á því
að leikhúsið notar ekki auglýsingabásún-
una með blaðamannafundum og leynimakki
til að teyma fólk að sjá þessa frábæm sýn-
ingu? Ber það þá meir fyrir brjósti vinsæld-
ir söngleiksins, sem fróðir menn segja að
standi ekki undir kostnaði þó allir íslend-
ingar kæmu að sjá hann?
Og loks: leikskráin er eins og slys með
svona góðri sýningu. Utyfir tekur þó þegar
stefna Þjóðleikhússins er áréttuð með eftir-
farandi klausu: „Og það er dýrt spaug að
fara að sjá þessar miklu leiksýningar í New
York. Góð sæti kosta minnst 10 dollara,
sem svarar 430.— íslenzkum krónum."
Hvað kemur okkur við verð á aðgöngumið-
um í Bandaríkjunum þar sem kaupgjald er
margfalt á við það íslenzka? Boðar þetta
kannske þá stefnu, að í framtíðinni verði
aðgangseyririnn líka miðaður við útlönd?
5. febrúar 1962
Þorgeir Þorgeirsson.
Leiðrétting: í grein um Strompleikinn í
síðasta hefti hefur slæðzt bagaleg villa. Þar
stendur: Jón Sigurbjömsson leikur persón-
una bráðskemmtilega ... á að vera leggur.
82