Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 93
Umsagnir um bækur
Björn Th. Björnsson:
Á íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöin
Heimskringla.
Reykjavík MCMLXI.
c skil ekki í öðru en mörgum gömlum
Hafnarstúdent hlýni um hjartarætur
eftir lestur þessarar bókar. Því að hér berst
honum í hendur leiðarvísir um hinar sælu
slóðir Kaupmannahafnar, einkum þeirra
borgarhluta, er lágu innan hinna gömlu
virkisgarða. Bókin er að sumu leyti leiðar-
vísir um borgina, að sumu leyti saga eða
sögubrot þeirra manna íslenzkra, sem áttu
þarna heima, lengur eða skemur. Björn Th.
Bjömsson er leiðsögumaður okkar um hin-
ar þröngu og krókóttu götur Kaupmanna-
hafnar og rekur slóð íslendinga um stræti
og hús, allt frá Arnaldi íslendingi, sem
heimsótti Absalon biskup á 12. öld, til Sig-
fúsar Blöndals bókavarðar á þeirri 20. Og
hann rekur ekki aðeins spor íslendinga í
lifanda lífi á Hafnarslóð, hann reynir einn-
ig að finna hinzta hvíldarstað þeirra. Því
að margir íslendingar bám beinin í Kaup-
mannahöfn, Bimi telst svo til, að fram að
síðustu aldamótum séu 135 íslenzkir stúd-
entar og menntamenn grafnir í kirkjugörð-
um borgarinnar, auk allra annarra. Að tali
hans hafa mörg hundruð íslenzkra saka-
manna átt oftast skamma dvöl á Brimar-
hólmi, í Stokkhúsinu eða í Spuna- og rasp-
húsinu, og flestir þeirra munu hafa fúnað
í danskri mold.
Eftir lestur þessarar bókar dylst víst fæst-
um, að Kaupmannahöfn er einn af helgi-
stöðum íslenzkrar sögu, sízt óhelgari en
margir þeir staðir á íslandi, sem við erum
sí og æ að bjástra við af vanefnum og ráð-
leysi að punta upp á. Til Kaupmannahafnar
lágu flestir þræðir íslenzkrar sögu, í stjórn-
málum, efnahagsmálum og menningarmál-
um, það var ekki að ófyrirsynju, að Jón
Sigurðsson orðaði inntak sjálfstæðismáls
okkar á þá lund, að við yrðum að flytja
sögu íslands heim. Þar var að lokum allt
æðsta vald í íslandsmálum, þangað fluttist
arðurinn af handbjörg íslendinga, þar urð-
um við að geyma afbrotamenn okkar, því að
mannhelt tugthús var ekki til í landinu, og
þangað sóttum við alla æðri menntun lands-
ins. Það er engin tilviljun, að mikill hluti
þessarar hókar um Islendinga á Hafnarslóð
fjallar um íslenzka stúdenta og mennta-
menn. Um þá eru heimildimar mestar og
þeir höfðu allra íslendinga mest samskipti
við Kaupmannahöfn. Þeir nutu þar einnig
meiri fríðinda en nokkrir aðrir íslending-
ar, meiri jafnvel en menntamenn hinnar
dönsku herraþjóðar. Fyrir Garðsvistina
munu íslendingar jafnan standa í mikilli
þakkarskuld við Danakonunga, þrátt fyrir
margan reikninginn, sem við höfum lagt
fram Dönum til greiðslu.
83