Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 93
Umsagnir um bækur Björn Th. Björnsson: Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöin Heimskringla. Reykjavík MCMLXI. c skil ekki í öðru en mörgum gömlum Hafnarstúdent hlýni um hjartarætur eftir lestur þessarar bókar. Því að hér berst honum í hendur leiðarvísir um hinar sælu slóðir Kaupmannahafnar, einkum þeirra borgarhluta, er lágu innan hinna gömlu virkisgarða. Bókin er að sumu leyti leiðar- vísir um borgina, að sumu leyti saga eða sögubrot þeirra manna íslenzkra, sem áttu þarna heima, lengur eða skemur. Björn Th. Bjömsson er leiðsögumaður okkar um hin- ar þröngu og krókóttu götur Kaupmanna- hafnar og rekur slóð íslendinga um stræti og hús, allt frá Arnaldi íslendingi, sem heimsótti Absalon biskup á 12. öld, til Sig- fúsar Blöndals bókavarðar á þeirri 20. Og hann rekur ekki aðeins spor íslendinga í lifanda lífi á Hafnarslóð, hann reynir einn- ig að finna hinzta hvíldarstað þeirra. Því að margir íslendingar bám beinin í Kaup- mannahöfn, Bimi telst svo til, að fram að síðustu aldamótum séu 135 íslenzkir stúd- entar og menntamenn grafnir í kirkjugörð- um borgarinnar, auk allra annarra. Að tali hans hafa mörg hundruð íslenzkra saka- manna átt oftast skamma dvöl á Brimar- hólmi, í Stokkhúsinu eða í Spuna- og rasp- húsinu, og flestir þeirra munu hafa fúnað í danskri mold. Eftir lestur þessarar bókar dylst víst fæst- um, að Kaupmannahöfn er einn af helgi- stöðum íslenzkrar sögu, sízt óhelgari en margir þeir staðir á íslandi, sem við erum sí og æ að bjástra við af vanefnum og ráð- leysi að punta upp á. Til Kaupmannahafnar lágu flestir þræðir íslenzkrar sögu, í stjórn- málum, efnahagsmálum og menningarmál- um, það var ekki að ófyrirsynju, að Jón Sigurðsson orðaði inntak sjálfstæðismáls okkar á þá lund, að við yrðum að flytja sögu íslands heim. Þar var að lokum allt æðsta vald í íslandsmálum, þangað fluttist arðurinn af handbjörg íslendinga, þar urð- um við að geyma afbrotamenn okkar, því að mannhelt tugthús var ekki til í landinu, og þangað sóttum við alla æðri menntun lands- ins. Það er engin tilviljun, að mikill hluti þessarar hókar um Islendinga á Hafnarslóð fjallar um íslenzka stúdenta og mennta- menn. Um þá eru heimildimar mestar og þeir höfðu allra íslendinga mest samskipti við Kaupmannahöfn. Þeir nutu þar einnig meiri fríðinda en nokkrir aðrir íslending- ar, meiri jafnvel en menntamenn hinnar dönsku herraþjóðar. Fyrir Garðsvistina munu íslendingar jafnan standa í mikilli þakkarskuld við Danakonunga, þrátt fyrir margan reikninginn, sem við höfum lagt fram Dönum til greiðslu. 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.