Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því, hve mikinn hlut Hafnarháskóli hefur átt í menningu Islendinga. Það heyrðist stundum á dögum sjálfstæðisbaráttunnar, að Hafnarvist íslenzkra stúdenta hefði orð- ið til þess, að þeir sáu allt í gegnum dönsk gleraugu. Nokkuð er til í því. En gleraugu, þótt dönsk séu, eru þó betri en blinda. Eg veit ekki hvernig íslenzkri menningu hefði farið, ef við hefðum ekki notið þeirra tæki- færa, sem Ilafnarháskóli veitti íslenzkum menntamönnum. Við hefðum bókstaflega drafnað hér heima í fásinninu. Kaupmanna- hafnarháskóli var gluggi okkar út að Evr- ópu. Honum var það að miklu leyti að þakka, að við koðnuðum ekki niður hér norður við heimskautsbaug í einangrun og einstæðingsskap. Sakir tengsla íslenzkra menntamanna við Hafnarháskóla slitnaði aldrei jarðsamband okkar við Evrópu og evrópska menningu. Þótt ekki væri fyrir annað ætti hin turnfríða borg við Eyrar- sund að vera okkur íslendingum kærari en aðrar borgir heimsins. Kaupmannahöfn varð borg mikilla ís- lenzkra örlaga, svo sem bók Bjöms Th. Björnssonar ber Ijósast vitni. ísland hefur glatað þar miklum verðmætum, í dauðum og lifandi peningi, ef svo mætti að orði komast, en þar hefur einnig komizt til mik- ils þroska margt af íslenzkri rót, sem án efa hefði dáið atgervislaust heima á íslandi. Við höfum margs að sakna, er við misstum í Kaupmannahöfn, en einnig margs að minnast, sem þar bar mikinn ávöxt. Við snertingu erlends umhverfis kviknaði á ís- lenzkri þjóðarvitund í Kaupmannahöfn, hvort sem það gerðist á knæpu, er Jón Indíafari, kóngsins dáti, varði heiður þjóð- ar sinnar fyrir brígslyrðum danskra, eða á lágloftuðu stúdentaherbergi á Garði. Þegar íslendingar heima sáu ekki út úr augunum fyrir daglegu striti og basli dreymdi íslend- inga í Kaupmannahöfn stóra drauma og litu landið úr þeirri fjarlægð, sem nauðsyn- leg var hverjum þeim, er vildi brúa bilið milli draums og veruleika. Eg get ekki ímyndað mér neinn íslend- ing annan en Björn Th. Björnsson, sem bet- ur væri til þess fallinn að skrifa sögu Kaup- mannahafnar frá sjónarhóli íslenzkrar sögu — því að bókin er í raun og veru slík saga. Hún fjallar um þátt Islendinga í sögu hinn- ar dönsku höfuðborgar. Þáttur þeirra er kannski ekki mjög virkur, þeir eru þarna flestir aðeins gestir til nokkurra nátta og hverfa heim til íslands aftur, að undantekn- um þeim, sem hverfa ofan í eitthvert borg- arsíkið eða einhvern kirkjugarðinn. En þessi sögulegi leiðarvísir, sem Björn Th. Björnsson hefur samið er gerður af óvenju- legri íþrótt og hagleik. Maður gengur með höfundinum í hægðum sínum um göturang- ala hinnar gömlu borgar, virðir fyrir sér fomleg hús, og við fótmál hvert stanzar maður við það, að hér eru skráð íslenzk ör- lög, þáttur úr sögu íslenzks manns: hér hvarf Jón Eiríksson ofan í síkið, hér leið Jónas Hallgrímsson helstríð sitt, hér skrif- aði Baldvin Einarsson Ármann á alþingi við kertaljós, hér hugsaði Jón Sigurðsson pólitíska stríðsáætlun sína gegn Dönum. Á þessari knæpu drukku íslenzkir stúdentar, sumir í hófi, aðrir unz þeir fóru í hundana, og í þessari götu, sem nú er horfin, nutu þeir sinna fyrstu keyptu ásta. Alla þessa sögu segir Björn Th. Björasson okkur á göngunni, kryddar hana, hóflega, prentuð- um heimildum, sem aldrei eru til dálkafylli, og að leiðarlokum höfum við litið yfir einn merkasta kafla íslenzkrar sögu, sem allur hefur gerzt á erlendri grund. Frásagnarlist og frásagnargleði haldast í hendur í þessari bók, og eigum við í raun- inni ekkert til samanburðar í þessu efni. Höfundurinn er ekki aðeins sagnfræðingur í bezta lagi, heldur einnig stílsnillingur og fjölfróður í sögu listanna. Hann hefur gert 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.