Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Page 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skapi bókvönd. Svipir dagsins, og nótt er þó í flokki þeirra örfáu bóka í uppskeru ársins 1961, er bera bragS hins göfga óspillta víns. Þegar eg var að lesa bók Thors Vilhjálms- sonar varð mér oft hugsað til Reisebilder, Ferðamynda, eftir Heine, sem skrifaði áð- ur en öld eimvéla gekk í garð. Þá lötraði mannlífið leið sína með hraða göngumanns- ins og pósthestanna, og ungt og eirðarlaust skáld, sem skynjaði í taugum sínum hrað- ann af annarri og ókominni öld varð að bæta sér upp seinagang samtíðarinnar með því að gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn. Ilið rómantíska flug og óstýrilæti Heines rýfur hvert andartak ramma kyrra- lífsmynda hans. Og þó hlýtur veruleikinn að verða kyrrstæðari í tjáningu þess skálds, sem gekk um landið með mal á baki og göngustaf í hendi, en hins, sem brunar í eimlest eða bifreið um álfuna meðan þotur jafnfljótar hljóðinu æða í háloftunum. Samt er einhver skyldleiki með Ferðamyndum og Svipum dagsins, sem stafar kannski af því, að ferSin er form frásagnarinnar, og höf- undar beggja eru gæddir hinu glögga auga gestsins. Thor Vilhjálmsson er víða gestur í þess- ari bók: Danmörk, Holland, Sviss, England, Vestur-Þýzkaland, Austur-Berlín, Italía, Júgóslavía, Austurríki — öll þess lönd gist- ir hann lengur eða skemur, og veit eg eng- an annan mann hafa fært þennan heim nær okkur íslendingum en hann. Auga hans er eins næmt og skyggnt og Ijósop kvikmynda- vélarinnar og hann virðist kunna flest þau listhrögð, sem fá má úr þeirri vél. Stundum minna lýsingar hans á hinar þöglu rúss- nesku kvikmyndir, sem eg sá í ungdæmi mínu. Athygli hans missir ekki sjónar af neinu, sem getur greypt myndina í minni manns, hvort sem hann lýsir kjölturakka eða gígóló, þokkagyðju hlaðanna eða bara gamalli konu, sem situr í almenningsgarði í svörtum skóm reimuðum upp á ristina. Ilann sýnir okkur ekki aðeins ytra borð þess fólks, sem nú byggir hinn vestræna heim Evrópu þar sem áður voru rústimar eftir heimsstyrjöldina. Hann lyftir einnig hulunni frá sál þess. Vesturþýzki leikfanga- framleiðandinn og hin bosmamikla kona hans hafa eftir efnahagsundrið endurheimt sína gömlu lífsskoðun: Juda verrecke. Thor hefur heyrt þau hugsa. Og Islendingum er hollt að vita nokkur deili á hugsunum þessa fólks áður en þeir gerast samþegnar þess. Þeir mættu einnig minnast viðvörunarorða Thors Vilhjálmssonar í lok bókarinnar, að „sá sem öskrar ekki getur aldrei látið til sín heyra í Þýzkalandi. Þegar öskrið kveð- ur við tæmast stofurnar, fjölskyldukvartett- inn yfirgefur Mozart, og fer í stígvélin til að elta lúðrasveitarmarsinn og stillir sér inn á trumbuna." Thor Vilhjálmsson virðist gjörþekkja Vestur-Evrópu nútímans og menningu, en hann ber einnig gott skyn á fortíð hennar og kann að etja saman andstæðum hins foma og nýja, sbr. kaflana um Vínarborg, sem eru meðal hinna ágætustu í bókinni. En á hringferð sinni um Vestur-Evrópu nú- tímans bregður höfundurinn sér aftur á 16. öld og leiðir okkur á fund þess manns, sem endur fyrir löngu var ókrýndur konungur í ríki andans, Evrópumaður í orðsins fyllsta og bezta skilningi. Það var Erasmus Rot- terodamus, samtíðarmaður Lúters og and- stæðingur, höfuðprýði hinnar húmanísku menntunar, friðarsinni og hatursmaður styrjalda á öld, sem bar í skauti sér ein mestu hjaðningavíg sögunnar. Á ferð sinni um Vestur-Evrópu rekur Thor slóð Eras- musar um þær borgir þar sem hann dvaldi um skemmri eða lengri tíma, sívinnandi að útgófum og ritskýringum, um Lundúni, Rotterdam, þar sem hann fæddist, um Basel, París, Tórínó, Bologna, Feneyjar. Þessir sögulegu innskotskaflar um Erasmus Rot- 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.