Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 105
UMSAGNIR UM BÆKUR virkni). Styrkur þessara Ijóða er fólginn í öðru: tímabærum boðskap þeirra flestra. Hér er að finna meiri alvöru, dýpri skilning á æpandi vandamálum manna, fyllri hlut- tekningu í þjáningum þeirra og voveifleg- um kvíða en lesa má út úr ljóðum margra þeirra, sem lengur hafa fengizt við yrking- ar. Ari Jósefsson er falslaus fulltrúi þeirrar æsku, sem sér framtíð sinni og allri tilveru ógnað af hinum fullorðnu: STRÍÐ Undarlegir era menn sem ráða fyrír þjóðam Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið (bls. 48) Áhrifaríkt er kvæðið Orðsending (bls. 37 —41) — lýsandi gegnskurður á rótgróinni samfélagstegund, þar sem „mörgum líður þó ílla“, kryddað máli, sem er kæruleysis- legt á yfirborðinu, en þó í rauninni þrungið vandlætingu. Fólk er mikilsvert og verðskuldar betrí heim segir skáldið nálægt niðurlagi þessa ljóðs — þetta höfum við heyrt áður svo oft, að ef til vill er vitundin farin að sljóvgast fyrir sannleik þess. Ara tekst að segja okkur þetta enn á ný þann veg að eftir er tekið. Draughenda er eitt af beztu kvæðum bók- arinnar, þar sem hugsun og tilfinning sam- tvinnast í trúverðugu formi. Leit er og dá- gott ljóð, þó að það sé fullhrátt í tjáningu þess, sem betur næst með hávaðaminni orð- um. Ekki kann ég vel að meta þuluna Sœr- íng, þótt sitthvað megi tína til því til ágæt- is — hún er of langdregin til þess að vera sannfærandi og hrynjandi hennar og hljóð- tengslum oft ábótavant. Yfirleitt er skáldskapur Ara þróttmikill og karlmannlegur að hugsun og fremur ljóst yfir honum, þótt einstök kvæði megi flokka til hinna dekkri viðhorfa. Trúar- játníng hans, sem jafnframt er lokakvæði bókarinnar, birtir meginanda hennar í lát- lausum einfaldleik: Ég trúi á moldina og son hennar manninn fæddan af skauti konunnar sem er pindur á okkar dögum krossfestur drepinn og grafinn en mun rísa upp á morgun og krefjast réttar síns til brauðsins ég trúi á anda réttlœtisins samfélag mannanna og friðsœlt líf Einlæg bók áleitinna orða: þvflík eru ljóð þessa skálds. B. R. Högni Egilsson: í þögninni Kvæði. Helgafell 1961. yrsta ljóð þessarar bókar nefnist Þögn: Þögn undarleg ertu — þung — ef til vill ógnum þrungin, ef til vill létt eins og blómvör á barmi jarðar, 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.