Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 105
UMSAGNIR UM BÆKUR
virkni). Styrkur þessara Ijóða er fólginn í
öðru: tímabærum boðskap þeirra flestra.
Hér er að finna meiri alvöru, dýpri skilning
á æpandi vandamálum manna, fyllri hlut-
tekningu í þjáningum þeirra og voveifleg-
um kvíða en lesa má út úr ljóðum margra
þeirra, sem lengur hafa fengizt við yrking-
ar. Ari Jósefsson er falslaus fulltrúi þeirrar
æsku, sem sér framtíð sinni og allri tilveru
ógnað af hinum fullorðnu:
STRÍÐ
Undarlegir era menn
sem ráða fyrír þjóðam
Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
einga hugsjón nema lífið
(bls. 48)
Áhrifaríkt er kvæðið Orðsending (bls. 37
—41) — lýsandi gegnskurður á rótgróinni
samfélagstegund, þar sem „mörgum líður
þó ílla“, kryddað máli, sem er kæruleysis-
legt á yfirborðinu, en þó í rauninni þrungið
vandlætingu.
Fólk er mikilsvert
og verðskuldar betrí heim
segir skáldið nálægt niðurlagi þessa ljóðs
— þetta höfum við heyrt áður svo oft, að ef
til vill er vitundin farin að sljóvgast fyrir
sannleik þess. Ara tekst að segja okkur
þetta enn á ný þann veg að eftir er tekið.
Draughenda er eitt af beztu kvæðum bók-
arinnar, þar sem hugsun og tilfinning sam-
tvinnast í trúverðugu formi. Leit er og dá-
gott ljóð, þó að það sé fullhrátt í tjáningu
þess, sem betur næst með hávaðaminni orð-
um. Ekki kann ég vel að meta þuluna Sœr-
íng, þótt sitthvað megi tína til því til ágæt-
is — hún er of langdregin til þess að vera
sannfærandi og hrynjandi hennar og hljóð-
tengslum oft ábótavant.
Yfirleitt er skáldskapur Ara þróttmikill
og karlmannlegur að hugsun og fremur
ljóst yfir honum, þótt einstök kvæði megi
flokka til hinna dekkri viðhorfa. Trúar-
játníng hans, sem jafnframt er lokakvæði
bókarinnar, birtir meginanda hennar í lát-
lausum einfaldleik:
Ég trúi á moldina
og son hennar manninn
fæddan af skauti konunnar
sem er pindur á okkar dögum
krossfestur drepinn og grafinn
en mun rísa upp á morgun
og krefjast réttar síns til brauðsins
ég trúi á anda réttlœtisins
samfélag mannanna
og friðsœlt líf
Einlæg bók áleitinna orða: þvflík eru ljóð
þessa skálds.
B. R.
Högni Egilsson:
í þögninni
Kvæði.
Helgafell 1961.
yrsta ljóð þessarar bókar nefnist Þögn:
Þögn
undarleg ertu —
þung —
ef til vill ógnum þrungin,
ef til vill létt
eins og blómvör á barmi jarðar,
95