Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í mikla hæð: verk Þórbergs, Halldórs Laxness, Jóhannesar úr Kötlum, Hall- dórs Stefánssonar, Guðmundar Böðvarssonar, Steins, Snorra, Jóns Helgason- ar, Ólafs Jóh. Sigurðssonar, Jónasar Árnasonar, Thórs, Hannesar Sigfússon- ar, Jóns Óskars, Geirs Kristjánssonar, Þorsteins Valdimarssonar og hinna yngstu, Sigfúsar, Þorsteins frá Hamri, Dags, bera vitni um sterkan samfelldan gróður í skáldskapnum, þó að tímabilið rísi hæst í verkum Halldórs Laxness og Þórbergs. Og það er vert að vekja athygli á því, af hvaða rótum þessi verk spretta, að skáldin sækja eldmóðinn og sjálfa snilldina í hugsjónabaráttu sam- tíðarinnar, heima og erlendis, og þess vegna var nauðsynlegt að bregða upp myndum hennar hér að framan. Þessi skáld stóðu sjálf í eldinum, voru stríðs- menn hugsjónanna, alþjóðlegra og þjóðlegra, heitir af áhuga fyrir frelsis- hreyfingu verklýðsstéttarinnar, brennandi í andanum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og verk þeirra eru sprottin beint úr þessari baráttu. Atburðiniir töluðu beint til þeirra, urðu bergmál í hugum þeirra, og verkin bera í sér hjartslátt samtímans. Og það skyldu menn einatt hafa í huga, að það er hug- sjónaeldurinn sem gefur verkunum gildi, glóðin í hjartanu, og þegar sá eldur kulnar, þornar brjóstið og verkin missa logann og lífið, og visna sjálf eða verða eins og kaldir steinar og hræra ekki nokkurs manns hug. Sá er leyndar- dómur hugsjónarinnar og hins brennandi hjarta. Mörgum ungum mönnum finnst ekki lengur mikið koma til þeirrar samúð- ar með alþýðuhreyfingu heimsins, sem þessir rithöfundar voru svo gagntekn- ir af, en mun ekki gáfulegri dómur að þeim sé það til ævarandi heiðurs, rit- höfundum eins og Halldóri Laxness, Þórbergi, Jóhannesi úr Kötlum, Gunnari, Sverri, að þeir vörðu heitum huga verklýðsríkið í austri, einmitt þegar allt reið á að Sovétríkin bæru sigurorð af fasismanum. Og hin alþjóðlega hreyf- ing tendraði skæra loga í verkum margra þjóða skálda á þessu tímabili, og tendrar enn. Halldór Laxness hefur stundum hin síðustu ár verið að leika sér að því að kasta hnútum í marxismann, en hverju á hann meira að þakka? Öll verk hans frá Sölku Völku til Gerplu eru þrungin af hans anda: hann gaf þeirn sjónarhæðina, dýpt og vídd, og eldinn hið sama. Karl Marx hefur ekki í skáldatölu átt aðra lærisveina gáfaðri. En heitastur er sá eldurinn er á sj álfum brennur, og því bera vitaskuld þau verk íslenzkra skálda, sem hituð eru í glóð þjóðarbaráttunnar, skærastan loga. Heitust varð sú barátta gegn Keflavíkursamningnum, innlimun íslands í Atlantshafsbandalagið og gegn hernámi landsins. Og hvenær hafa skáld brýnt þjóð sína skarpari tungu? Þau særðu þing og stjórn við allt sem ís- lendingum mætti vera heilagt, að gera ekki þessi ólánsverk. Þau gengu fram 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.