Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í mikla hæð: verk Þórbergs, Halldórs Laxness, Jóhannesar úr Kötlum, Hall-
dórs Stefánssonar, Guðmundar Böðvarssonar, Steins, Snorra, Jóns Helgason-
ar, Ólafs Jóh. Sigurðssonar, Jónasar Árnasonar, Thórs, Hannesar Sigfússon-
ar, Jóns Óskars, Geirs Kristjánssonar, Þorsteins Valdimarssonar og hinna
yngstu, Sigfúsar, Þorsteins frá Hamri, Dags, bera vitni um sterkan samfelldan
gróður í skáldskapnum, þó að tímabilið rísi hæst í verkum Halldórs Laxness
og Þórbergs. Og það er vert að vekja athygli á því, af hvaða rótum þessi verk
spretta, að skáldin sækja eldmóðinn og sjálfa snilldina í hugsjónabaráttu sam-
tíðarinnar, heima og erlendis, og þess vegna var nauðsynlegt að bregða upp
myndum hennar hér að framan. Þessi skáld stóðu sjálf í eldinum, voru stríðs-
menn hugsjónanna, alþjóðlegra og þjóðlegra, heitir af áhuga fyrir frelsis-
hreyfingu verklýðsstéttarinnar, brennandi í andanum í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar, og verk þeirra eru sprottin beint úr þessari baráttu. Atburðiniir
töluðu beint til þeirra, urðu bergmál í hugum þeirra, og verkin bera í sér
hjartslátt samtímans. Og það skyldu menn einatt hafa í huga, að það er hug-
sjónaeldurinn sem gefur verkunum gildi, glóðin í hjartanu, og þegar sá eldur
kulnar, þornar brjóstið og verkin missa logann og lífið, og visna sjálf eða
verða eins og kaldir steinar og hræra ekki nokkurs manns hug. Sá er leyndar-
dómur hugsjónarinnar og hins brennandi hjarta.
Mörgum ungum mönnum finnst ekki lengur mikið koma til þeirrar samúð-
ar með alþýðuhreyfingu heimsins, sem þessir rithöfundar voru svo gagntekn-
ir af, en mun ekki gáfulegri dómur að þeim sé það til ævarandi heiðurs, rit-
höfundum eins og Halldóri Laxness, Þórbergi, Jóhannesi úr Kötlum, Gunnari,
Sverri, að þeir vörðu heitum huga verklýðsríkið í austri, einmitt þegar allt
reið á að Sovétríkin bæru sigurorð af fasismanum. Og hin alþjóðlega hreyf-
ing tendraði skæra loga í verkum margra þjóða skálda á þessu tímabili, og
tendrar enn. Halldór Laxness hefur stundum hin síðustu ár verið að leika sér
að því að kasta hnútum í marxismann, en hverju á hann meira að þakka? Öll
verk hans frá Sölku Völku til Gerplu eru þrungin af hans anda: hann gaf þeirn
sjónarhæðina, dýpt og vídd, og eldinn hið sama. Karl Marx hefur ekki í
skáldatölu átt aðra lærisveina gáfaðri.
En heitastur er sá eldurinn er á sj álfum brennur, og því bera vitaskuld þau
verk íslenzkra skálda, sem hituð eru í glóð þjóðarbaráttunnar, skærastan
loga. Heitust varð sú barátta gegn Keflavíkursamningnum, innlimun íslands
í Atlantshafsbandalagið og gegn hernámi landsins. Og hvenær hafa skáld
brýnt þjóð sína skarpari tungu? Þau særðu þing og stjórn við allt sem ís-
lendingum mætti vera heilagt, að gera ekki þessi ólánsverk. Þau gengu fram
6