Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 17
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR fyrir skjöldu, beittu sér af alefli og vöruðu þjóðina við afleiðingunum sem síðar komu fram og hlutu að koma fram. Þar stóðu saman ungir og gamlir, og hafa einlægt gert, og eru falsrök að vilja sníða þjóðina í kynslóðir, í stað þess að sjá hina samfelldu baráttu og skynja stéttasjónarmiðin í þjóðfélaginu og sjá að rithöfundar og alþýða hafa í þessu máli staðið óslitið saman, og fáninn aldrei verið látinn niður falla, þó skáldum og alþýðu tækist ekki að sigra. Þeim er að þakka, að sjálfstæðisbarátta íslands er stöðugur brennandi eldur. Skærustu verkin upp af þessari baráttu eru Atómstöðin og ýms Ijóð Snorra Hjartarsonar, Jóns Helgasonar, Jóhannesar úr Kötlum, Guðmundar Böðvarssonar, að ónefndum nokkrum smásögum og ótal leiftrandi ritgerðum. Mörgum Islendingum finnst, eins og eðlilegt er, dauft að líta í kringum sig, eru ekki ánægðir með sjálfa sig, hvað þá aðra menn. Það er eins og þjóðfé- lagið hafi sundrazt í einstaklinga, er hver hugsar um sig og sinn hag, en van- treystir öðrum. Menn hafa fengið mikið upp í hendur, en finnst lítið til alls koma og fátt um það sem gert er og meðal annars þær bækur sem samdar eru eða útgefnar. En fyrir augum blasir hvað mest veður uppi, hvernig eigin- girnin blómgast og peningahrokinn færir sig í herðarnar, hve ámáttlegt er kapphlaupið upp þjóðfélagsstigann, hvernig dansað er kringum gullkálfinn og hvaðeina metið til fjár, og manngildið ekki virt neins, og ýmsum verður myrkt fyrir augum, finnst ísland vera sokkið, sjálfstæði þess glatað, og þeir hrópa í örvæntingu og sjá útþurrkun þjóðarinnar og dauða á næsta leiti, og einn kennir öðrum um ófarirnar, og mönnum finnst sem hin illu öfl séu ein sterk í þjóðfélaginu og afturhaldið sem hreykir sér í hásæti hafi líf þjóðar- innar í hendi sér og valdið sé allt hjá þeim sem fara með auðinn og embættin. En af þeirri hæð sem við stöndum hér í kvöld og ef við rennum augunum víðar en yfir þann aldarfjórðung sem var að líða, yfir sögu, þjóðir og mann- kyn, og horfum á allt sem speglast í tímanum, fæ ég ekki séð að okkur þurfi að miklast þetta neitt í augum. Og af sjónarhæð Máls og menningar lít ég þessa þróun óskefldum augum og tek hvorki undir nein örvæntingaróp né heldur sóninn um ofurvald spillingar og fjárvalds. Mér miklast ekki í augum neitt af þessu. Mér miklast það ekki af því að ég veit um aðra krafta í þjóðfélaginu sem liggja dýpra og fara leynigötur, búa eins og fræin í moldinni, eru eins og skógareldurinn, taka á sig hverskonar myndir og eiga eftir að ryðja sér til rúms, og ástæða er til að beina athygli að, og munu blossa upp þegar þeirra tími kemur. Það eru kraftar sem valdsmennirnir aldrei koma auga á og aldrei geta notfært sér. Það er mjög haft á orði að allar hugsjónir séu dauðar, og 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.