Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 17
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR
fyrir skjöldu, beittu sér af alefli og vöruðu þjóðina við afleiðingunum sem
síðar komu fram og hlutu að koma fram. Þar stóðu saman ungir og gamlir,
og hafa einlægt gert, og eru falsrök að vilja sníða þjóðina í kynslóðir, í stað
þess að sjá hina samfelldu baráttu og skynja stéttasjónarmiðin í þjóðfélaginu
og sjá að rithöfundar og alþýða hafa í þessu máli staðið óslitið saman, og
fáninn aldrei verið látinn niður falla, þó skáldum og alþýðu tækist ekki að
sigra. Þeim er að þakka, að sjálfstæðisbarátta íslands er stöðugur brennandi
eldur. Skærustu verkin upp af þessari baráttu eru Atómstöðin og ýms Ijóð
Snorra Hjartarsonar, Jóns Helgasonar, Jóhannesar úr Kötlum, Guðmundar
Böðvarssonar, að ónefndum nokkrum smásögum og ótal leiftrandi ritgerðum.
Mörgum Islendingum finnst, eins og eðlilegt er, dauft að líta í kringum sig,
eru ekki ánægðir með sjálfa sig, hvað þá aðra menn. Það er eins og þjóðfé-
lagið hafi sundrazt í einstaklinga, er hver hugsar um sig og sinn hag, en van-
treystir öðrum. Menn hafa fengið mikið upp í hendur, en finnst lítið til alls
koma og fátt um það sem gert er og meðal annars þær bækur sem samdar eru
eða útgefnar. En fyrir augum blasir hvað mest veður uppi, hvernig eigin-
girnin blómgast og peningahrokinn færir sig í herðarnar, hve ámáttlegt er
kapphlaupið upp þjóðfélagsstigann, hvernig dansað er kringum gullkálfinn
og hvaðeina metið til fjár, og manngildið ekki virt neins, og ýmsum verður
myrkt fyrir augum, finnst ísland vera sokkið, sjálfstæði þess glatað, og þeir
hrópa í örvæntingu og sjá útþurrkun þjóðarinnar og dauða á næsta leiti, og
einn kennir öðrum um ófarirnar, og mönnum finnst sem hin illu öfl séu ein
sterk í þjóðfélaginu og afturhaldið sem hreykir sér í hásæti hafi líf þjóðar-
innar í hendi sér og valdið sé allt hjá þeim sem fara með auðinn og embættin.
En af þeirri hæð sem við stöndum hér í kvöld og ef við rennum augunum
víðar en yfir þann aldarfjórðung sem var að líða, yfir sögu, þjóðir og mann-
kyn, og horfum á allt sem speglast í tímanum, fæ ég ekki séð að okkur þurfi
að miklast þetta neitt í augum. Og af sjónarhæð Máls og menningar lít ég
þessa þróun óskefldum augum og tek hvorki undir nein örvæntingaróp né
heldur sóninn um ofurvald spillingar og fjárvalds. Mér miklast ekki í augum
neitt af þessu.
Mér miklast það ekki af því að ég veit um aðra krafta í þjóðfélaginu sem
liggja dýpra og fara leynigötur, búa eins og fræin í moldinni, eru eins og
skógareldurinn, taka á sig hverskonar myndir og eiga eftir að ryðja sér til
rúms, og ástæða er til að beina athygli að, og munu blossa upp þegar þeirra
tími kemur. Það eru kraftar sem valdsmennirnir aldrei koma auga á og aldrei
geta notfært sér. Það er mjög haft á orði að allar hugsjónir séu dauðar, og
7