Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR það mesta að kveikja hugsjónina og fylgja henni áleiðis, meðan hún er ung og fersk, meðan uppi er fótur og fit og hugir manna fagnandi allt í kring. Hitt er stórt, að halda henni vakandi, síhjartri og hreinni, eftir að þeir hálfvolgu, deigu og kjarklitlu tínast á burt, að missa þá ekki ást á henni þegar á móti blæs en lyfta jafnvel fánanum hæst þegar aðrir láta hann falla eða hlaupast burt og tvístrast, að halda áfram að ástunda og lesa bækur, eins þó skáldin falli mönnum ekki jafnt í geð, að missa ekki hverju sem fram vindur trú á bókmenntirnar og þjóðina, að sjá landið sitt jafnvel í fegursta ljósi þegar mest syrtir að. Og fyrir það vil ég einmitt flytja ykkur þakkir sem hér eruð að þið hafið haldið stöðugri tryggð við Mál og menningu hverju sem á hefur gengið. Það er hægt að snúa við straumi þjóðlífsins, að skapa nýja tíma og bók- menntunum nýjan farveg og andrúmsloft. Og við byrjum innan félags okkar að breyta straumnum í réttan farveg. Jurtir þurfa sólarljósið, skáld og rithöf- undar þurfa líka sólarljósið, samúð og skilning. Með því að breyta andrúms- lofti þjóðfélagsins og með því að breyta tímunum, breytið þið skáldunum, breytið þið sjálfum ykkur. Nú sem alla tíma verður að rækta skáldskapinn, rækta þjóðlífið. Menn segja að skáldin þrái lof. Það er hálfur sannleikur. Þau vilja framar öllu að orð þeirra hafi áhrif, veki bergmál og eftirtekt. Einmitt þessvegna er hlutverk hins góða lesanda svo mikilvægt. Skáldin og lesendurn- ir, það eru tvö segulskaut. Milli þeirra kvikar bókmenntalíf þjóðarinnar. Mál og menning var ekki stofnuð til að endurspegla heiminn, heldur til að breyta honum. Nú er það enn okkar hlutverk að breyta þjóðlífinu, endurlífga skáldskapinn, skapa nýtt andrúmsloft, endurmat á verðgildi hlutanna, setja manngildið í hásæti eins og verið hefur í allri íslandssögu, skapa samheldni og félagsanda í stað peningadýrkunar og eigingirni, trúa aftur á skáldin og hugsjónina, kveikja elda í hjörtunum, endurvekja manndóm og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Við vitum af hernum í landinu, vitum um fjötrana á þjóðinni, vitum um ógnun kjamorkustyrjaldar. En við tökum ekki undir nein örvæntingaróp. Við vitum um aðra krafta, friðaröldurnar, frelsisbylgjurnar sem flæða yfir heim- inn, um hinn gróandi akur mannlífsins, höfum séð flug mannsandans, vitum um hugsjónirnar sem aldrei hafa blikað jafnskært á himni. Herinn mun verða að hverfa á burt, sólin mun skína aftur inn um dymar, heimurinn mun ekki farast, heldur mannlífið á j örðinni blómgast. Þegar við rennum augum yfir starf Máls og menningar í aldarfjórðung, þá er margs að minnast, margra erfiðleika, er kannski fæstir vita um, en líka stórra stunda. Það hafa oft verið stórar stundir þegar bækur okkar góðu 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.