Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 25
VERULEIKI OG YFIRSKIN á ímyndunarafli: úr því oss hefur tek- izt að varðveita þjóðerni vort hingað til þrátt fyrir allar hættur er ómögu- legt að hugsa sér að við gerum það ekki áfrarn. Þessi afstaða hefur auð- vitað ekki við neitt að styðjast. Að- staða vor yrði öll önnur nú, og þó vér höfum sloppið úr dauðahættu í gær er það ekkert loforð um að vér för- umst ekki á morgun. Vér getum, til að setja oss hina raunverulegu hættu ljóslifandi fyrir sjónir, horft til ör- laga íslenzku nýlendunnar í Vestur- heimi. Hún hélt fyrstu áratugina uppi furðulega þróttmiklu íslenzku þjóð- lífi, en þar kom þó að það þjóðlíf veslaðist upp, ofurliði borið af þrýst- ingi meirihlutans, styrk auðmagns hans og auðhyggju hans, sem lét í té of margbreytta möguleika til þess að hið fámenna íslenzka samfélag fengi haldið áfram að rækta sína úreltu til- veru, án pólitískra vama þjóðríkis. Oss íslendingum er nú nauðsyn að minnast þess að það eru söguleg sann- indi (en söguleg sannindi eru því miður aldrei sannfærandi fyrr en þau dynja á manni sjálfum) — að þjóð getur glatað tilveru sinni, orðið þjóð- brot, eða fomgripur, viðhaldið af fornfræðingum, eða útkjálkasamfé- lag; og þjóðmenning getur dáið og orðið yfirskin, sérvizka, steingerving- ur, tourist attraction, sem allt kernur í sama stað niður. Vér hljótum að verða að gera oss Ijóst að það er raunveruleg hætta á að hin íslenzka þjóð og menning hennar séu á þessari leið. Lögmál þróunarinnar eða tilbúnar orsakir Vér getum ekki fullyrt blátt áfram að afnám þjóðerna sé ekki söguleg nauðsyn eða líklegar afleiðingar breyttra framleiðsluhátta, enda þótt vér höfum litlar tilhneigingar til að trúa eins og nýju neti áróðursmönn- um þeim sem prédika það. Vér get- um sem sé ekki í þessu tilviki frem- ur en öðrum skyggnzt um allar út- göngudyr framtíðarinnar. Hinsvegar getum vér nokkurnveginn gert oss grein fyrir því hverjar orsakir liggja til þess að einmitt þessi vandamál kalla að einmitt nú, og fyrst að þeirri athugun gerðri getum vér dregið þær ályktanir sem kynnu að gera oss fært að bregðast við vandanum á eins rétt- an hátt og aðstæður vorar nú leyfa. Vér munum fvrst koma auga á að það sem hefur framar öllu einkennt sögu Evrópu (Vestur-Evrópu) síð- ustu fimm til tíu ár er hatrömm við- Ieiíni til að snúa aftur til þess „frjálsa kapítalisma“, sem allar þjóðir Ev- rópu, nema kannski Svisslendingar, höfnuðu með viðbjóði í lok siðasta stríðs. Það er ekki tilefni til annars hér en drepa rétt á sögu þessa aftur- hvarfs: hvemig von hinna stríðandi þjóða sem höfðu greint að glæpaeðli kapítalismans var sá grunnur sem 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.