Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 25
VERULEIKI OG YFIRSKIN
á ímyndunarafli: úr því oss hefur tek-
izt að varðveita þjóðerni vort hingað
til þrátt fyrir allar hættur er ómögu-
legt að hugsa sér að við gerum það
ekki áfrarn. Þessi afstaða hefur auð-
vitað ekki við neitt að styðjast. Að-
staða vor yrði öll önnur nú, og þó vér
höfum sloppið úr dauðahættu í gær
er það ekkert loforð um að vér för-
umst ekki á morgun. Vér getum, til
að setja oss hina raunverulegu hættu
ljóslifandi fyrir sjónir, horft til ör-
laga íslenzku nýlendunnar í Vestur-
heimi. Hún hélt fyrstu áratugina uppi
furðulega þróttmiklu íslenzku þjóð-
lífi, en þar kom þó að það þjóðlíf
veslaðist upp, ofurliði borið af þrýst-
ingi meirihlutans, styrk auðmagns
hans og auðhyggju hans, sem lét í té
of margbreytta möguleika til þess að
hið fámenna íslenzka samfélag fengi
haldið áfram að rækta sína úreltu til-
veru, án pólitískra vama þjóðríkis.
Oss íslendingum er nú nauðsyn að
minnast þess að það eru söguleg sann-
indi (en söguleg sannindi eru því
miður aldrei sannfærandi fyrr en þau
dynja á manni sjálfum) — að þjóð
getur glatað tilveru sinni, orðið þjóð-
brot, eða fomgripur, viðhaldið af
fornfræðingum, eða útkjálkasamfé-
lag; og þjóðmenning getur dáið og
orðið yfirskin, sérvizka, steingerving-
ur, tourist attraction, sem allt kernur
í sama stað niður.
Vér hljótum að verða að gera oss
Ijóst að það er raunveruleg hætta á
að hin íslenzka þjóð og menning
hennar séu á þessari leið.
Lögmál þróunarinnar eða tilbúnar
orsakir
Vér getum ekki fullyrt blátt áfram
að afnám þjóðerna sé ekki söguleg
nauðsyn eða líklegar afleiðingar
breyttra framleiðsluhátta, enda þótt
vér höfum litlar tilhneigingar til að
trúa eins og nýju neti áróðursmönn-
um þeim sem prédika það. Vér get-
um sem sé ekki í þessu tilviki frem-
ur en öðrum skyggnzt um allar út-
göngudyr framtíðarinnar. Hinsvegar
getum vér nokkurnveginn gert oss
grein fyrir því hverjar orsakir liggja
til þess að einmitt þessi vandamál
kalla að einmitt nú, og fyrst að þeirri
athugun gerðri getum vér dregið þær
ályktanir sem kynnu að gera oss fært
að bregðast við vandanum á eins rétt-
an hátt og aðstæður vorar nú leyfa.
Vér munum fvrst koma auga á að
það sem hefur framar öllu einkennt
sögu Evrópu (Vestur-Evrópu) síð-
ustu fimm til tíu ár er hatrömm við-
Ieiíni til að snúa aftur til þess „frjálsa
kapítalisma“, sem allar þjóðir Ev-
rópu, nema kannski Svisslendingar,
höfnuðu með viðbjóði í lok siðasta
stríðs. Það er ekki tilefni til annars
hér en drepa rétt á sögu þessa aftur-
hvarfs: hvemig von hinna stríðandi
þjóða sem höfðu greint að glæpaeðli
kapítalismans var sá grunnur sem
15