Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ans á íslandi sem þeir sjá sér enga möguleika til að halda áfram, og skipa hinni íslenzku auðstétt á bekk með sér með nokkrum hætti. Þess- vegna (sbr. orð menntamálaráðherra vors) gat ekkert verra komið fyrir hina íslenzku auðstétt en að and- stæðurnar milli hins evrópska og hins ameríska kapítalisma skyldu koma í ljós áður en hún var búin að tryggja sér inngöngu í „samfélag“ kapítal- ismans í Evrópu. Því hún getur ekki gert annað en það sem hinir banda- rísku verndarar leyfa henni. A hinn bóginn er svo mikill hluti íslenzkrar auðstéttar bundinn hinum evrópska kapítalisma nú þegar að henni væri mjög sárt að slitna frá honum. íslenzk borgarastétt (eða réttara sagt: forustumenn hennar) veit reyndar ósköp vel að „frjáls sam- keppni“ og afnám þeirra hafta sem málgögn hennar hafa formælt sem mest þýðir sama sem full endalok hennar sem íslenzkrar stéttar; sú stefna sem hún hefur fylgt undanfar- in ár væri brjálæði ef hún ætlaði sér að halda áfram sjálfstæðum þjóðar- búskap á íslandi. Sú stefna getur að- eins miðað að fullu afsali sjálfsfor- ræðis hennar sem borgarastéttar. Og það er aðeins stuttan tíma enn hægt að halda áfram þeirri stefnu án þess að til þess afsals komi. Þessvegna gerist nú biðin ströng. Ef ekki lagast bráðlega samkomulagið milli hins evrópska og hins ameríska kapítal- isma verður íslenzka borgarastéttin að leita eftir enn stærri amerískum ölmusum en hún hefur nokkrusinui gert. Og samningsaðstaða hennar verður þá því verri sem hún hefur unnið dyggilegar að því að kippa stoðunum undan sjálfstæðum íslenzk- um þjóðarbúskap. Framtíðarstaða hennar sjálfrar mundi hinsvegar verða jafn-óviss. Hún mun gera allt sem hún getur til að fara hina leið- ina. Þó margt sé í óvissu um horfurnar í alþjóðamálum getum vér ályktað með sæmilegu öryggi, að það er ekki þróun tækninnar, eða eitthvert ófrá- víkjanlegt og algilt lögmál sögunnar sem krefst þess nú að þjóðríkjum, þjóðerni, þjóðmenningu sé útrýmt. A bakvið þá kröfu eru sérstakar á- stæður, afmarkaðar og tilbúnar af ákveðnum öflum, sem ekki er tilefni til að líta á sem „öfl sögunnar“. Óðar en vér gerum oss ljóst að vér erum ekki að berjast við óumbreytanleg ör- lög, heldur við sérstök öfl, tíma- hundnar afmarkaðar aðstæður, öðl- umst vér einnig þá vissu að barátta vor fyrir íslenzku þjóðerni, menn- ingu, fyrir tilveru vorri, er ekki von- laus. Menn munu ef til vill segja að sá sem berst fyrir tilveru sinni hljóti að gera það hvort sem baráttan sýnist vonlaus eða ekki. Það er að vísu rök- fræðilega rétt. En í fyrsta lagi er við- 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.