Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ans á íslandi sem þeir sjá sér enga
möguleika til að halda áfram, og
skipa hinni íslenzku auðstétt á bekk
með sér með nokkrum hætti. Þess-
vegna (sbr. orð menntamálaráðherra
vors) gat ekkert verra komið fyrir
hina íslenzku auðstétt en að and-
stæðurnar milli hins evrópska og hins
ameríska kapítalisma skyldu koma í
ljós áður en hún var búin að tryggja
sér inngöngu í „samfélag“ kapítal-
ismans í Evrópu. Því hún getur ekki
gert annað en það sem hinir banda-
rísku verndarar leyfa henni. A hinn
bóginn er svo mikill hluti íslenzkrar
auðstéttar bundinn hinum evrópska
kapítalisma nú þegar að henni væri
mjög sárt að slitna frá honum.
íslenzk borgarastétt (eða réttara
sagt: forustumenn hennar) veit
reyndar ósköp vel að „frjáls sam-
keppni“ og afnám þeirra hafta sem
málgögn hennar hafa formælt sem
mest þýðir sama sem full endalok
hennar sem íslenzkrar stéttar; sú
stefna sem hún hefur fylgt undanfar-
in ár væri brjálæði ef hún ætlaði sér
að halda áfram sjálfstæðum þjóðar-
búskap á íslandi. Sú stefna getur að-
eins miðað að fullu afsali sjálfsfor-
ræðis hennar sem borgarastéttar. Og
það er aðeins stuttan tíma enn hægt
að halda áfram þeirri stefnu án þess
að til þess afsals komi. Þessvegna
gerist nú biðin ströng. Ef ekki lagast
bráðlega samkomulagið milli hins
evrópska og hins ameríska kapítal-
isma verður íslenzka borgarastéttin
að leita eftir enn stærri amerískum
ölmusum en hún hefur nokkrusinui
gert. Og samningsaðstaða hennar
verður þá því verri sem hún hefur
unnið dyggilegar að því að kippa
stoðunum undan sjálfstæðum íslenzk-
um þjóðarbúskap. Framtíðarstaða
hennar sjálfrar mundi hinsvegar
verða jafn-óviss. Hún mun gera allt
sem hún getur til að fara hina leið-
ina.
Þó margt sé í óvissu um horfurnar
í alþjóðamálum getum vér ályktað
með sæmilegu öryggi, að það er ekki
þróun tækninnar, eða eitthvert ófrá-
víkjanlegt og algilt lögmál sögunnar
sem krefst þess nú að þjóðríkjum,
þjóðerni, þjóðmenningu sé útrýmt.
A bakvið þá kröfu eru sérstakar á-
stæður, afmarkaðar og tilbúnar af
ákveðnum öflum, sem ekki er tilefni
til að líta á sem „öfl sögunnar“. Óðar
en vér gerum oss ljóst að vér erum
ekki að berjast við óumbreytanleg ör-
lög, heldur við sérstök öfl, tíma-
hundnar afmarkaðar aðstæður, öðl-
umst vér einnig þá vissu að barátta
vor fyrir íslenzku þjóðerni, menn-
ingu, fyrir tilveru vorri, er ekki von-
laus.
Menn munu ef til vill segja að sá
sem berst fyrir tilveru sinni hljóti að
gera það hvort sem baráttan sýnist
vonlaus eða ekki. Það er að vísu rök-
fræðilega rétt. En í fyrsta lagi er við-
24