Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR landið. Hann skildi það í einni sjón- hendingu. . . . Og þar sem Asgrímur opnaði mönnum hin stóru svið, jökla, fjalla og víðerna, stakk Kjarval trön- um sínum niður í miðri fjallsskrið- unni, þar sem stundum var hvorki forgrunnur né himinn, og þjóðin lærði enn að sjá hið þúsundfalda í nálægð landsins. Og lítum enn nær okkur: Á kreppu- árunum um 1930 kom fram ný lista- mannakynslóð. Rómantík sjálfstæðis- baráttunnar var liðin hjá, nakin og nærtæk vandamál þrengdu hvarvetna að hinu unga þjóðfélagi. Hlutverk myndlistarinnar varð nú að sam- sama manninn hinu nána umhverfi sínu, kenna honum að meta ný gildi, opna augu hans fyrir myndríkinu í hversdagsleikanum. Þorpsmyndir Snorra Arinbjarnar, hafnarmyndir Þorvalds, sjómannamyndir Schev- ings, samstillingar fátæklegra hluta, — allt vann þetta að því að móta af- stöðu manna í nýju félagsfélagsum- hverfi, að skapa nýja manngerð. Salka Valka er analógiskt dæmi úr bókmenntunum, enda frá sama tíma. Því hef ég stiklað á þessum sögu- legu atriðum, að ég ætla nú að bera fram þá spurningu, hvert sé þjóðfé- lagslegt hlutverk myndlistarinnar í dag. Er það eitthvert, eða er hin ó- hlutlæga list aðeins dýrkuð sjálfrar sín vegna? Þá skulum við fyrst af öllu athuga hinar þj óðfélagslegu forsendur. Ef við ættum að einkenna hugtakið nú- tími, t. d. miðað við tímann fram til 1930, myndum við sennilega helzt staldra við tvennt: hina háþróuðu verktækni, sem leiðir í senn af sér og veldur síaukinni sérhæfingu einstakl- inganna í samfélaginu, og í síðara lagi hin bættu lífsskilyrði sem menn eiga nú við að búa, ekki aðeins hvað hið efnalega snertir, húsakost og starfsaðstöðu, heldur einnig almenn- ari lýðréttindi á flestum sviðum. Og framfaramöguleikarnir í þessa átt blasa enn við í heillandi ómæli sínu, þegar tæknin verður í sannleika orð- in eign og hagsbót fjöldans. Nútím- inn táknar okkur því nýja stöðu mannsins í samfélaginu. Og svo sem ávallt áður hlýtur það hér að vera sögulegt hlutverk listarinnar að gœða þróunina andlegu inntaki, breyta ytri sannindum í lífsviðhorf, móta nýja manngerð, sem byggi í fegurðarmati sínu á gildum nýrra aðstœðna. Og um leið og listin breytir hinum tækni- legu ávinningum í andleg verðmœti, sáir hún hugmyndum nýrrar fram- þróunar. Hefur listin fullnægt þessu hlut- verki, gerir hún það í þjóðfélagi okk- ar? Nútímamyndlist leggur liöfuð- áherzlu á þrennt: í fyrsta lagi afdrátt- arlausan hreinleika þeirra meðala sem hún notar: liti, form og efní. Ekkert á að sýnast, heldur að koma fram eðli sínu samkvæmt. Hér er tæknihyggja aldarinnar spegluð á 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.