Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
landið. Hann skildi það í einni sjón-
hendingu. . . . Og þar sem Asgrímur
opnaði mönnum hin stóru svið, jökla,
fjalla og víðerna, stakk Kjarval trön-
um sínum niður í miðri fjallsskrið-
unni, þar sem stundum var hvorki
forgrunnur né himinn, og þjóðin
lærði enn að sjá hið þúsundfalda í
nálægð landsins.
Og lítum enn nær okkur: Á kreppu-
árunum um 1930 kom fram ný lista-
mannakynslóð. Rómantík sjálfstæðis-
baráttunnar var liðin hjá, nakin og
nærtæk vandamál þrengdu hvarvetna
að hinu unga þjóðfélagi. Hlutverk
myndlistarinnar varð nú að sam-
sama manninn hinu nána umhverfi
sínu, kenna honum að meta ný gildi,
opna augu hans fyrir myndríkinu í
hversdagsleikanum. Þorpsmyndir
Snorra Arinbjarnar, hafnarmyndir
Þorvalds, sjómannamyndir Schev-
ings, samstillingar fátæklegra hluta,
— allt vann þetta að því að móta af-
stöðu manna í nýju félagsfélagsum-
hverfi, að skapa nýja manngerð.
Salka Valka er analógiskt dæmi úr
bókmenntunum, enda frá sama tíma.
Því hef ég stiklað á þessum sögu-
legu atriðum, að ég ætla nú að bera
fram þá spurningu, hvert sé þjóðfé-
lagslegt hlutverk myndlistarinnar í
dag. Er það eitthvert, eða er hin ó-
hlutlæga list aðeins dýrkuð sjálfrar
sín vegna?
Þá skulum við fyrst af öllu athuga
hinar þj óðfélagslegu forsendur. Ef
við ættum að einkenna hugtakið nú-
tími, t. d. miðað við tímann fram til
1930, myndum við sennilega helzt
staldra við tvennt: hina háþróuðu
verktækni, sem leiðir í senn af sér og
veldur síaukinni sérhæfingu einstakl-
inganna í samfélaginu, og í síðara
lagi hin bættu lífsskilyrði sem menn
eiga nú við að búa, ekki aðeins hvað
hið efnalega snertir, húsakost og
starfsaðstöðu, heldur einnig almenn-
ari lýðréttindi á flestum sviðum. Og
framfaramöguleikarnir í þessa átt
blasa enn við í heillandi ómæli sínu,
þegar tæknin verður í sannleika orð-
in eign og hagsbót fjöldans. Nútím-
inn táknar okkur því nýja stöðu
mannsins í samfélaginu. Og svo sem
ávallt áður hlýtur það hér að vera
sögulegt hlutverk listarinnar að gœða
þróunina andlegu inntaki, breyta ytri
sannindum í lífsviðhorf, móta nýja
manngerð, sem byggi í fegurðarmati
sínu á gildum nýrra aðstœðna. Og
um leið og listin breytir hinum tækni-
legu ávinningum í andleg verðmœti,
sáir hún hugmyndum nýrrar fram-
þróunar.
Hefur listin fullnægt þessu hlut-
verki, gerir hún það í þjóðfélagi okk-
ar? Nútímamyndlist leggur liöfuð-
áherzlu á þrennt: í fyrsta lagi afdrátt-
arlausan hreinleika þeirra meðala
sem hún notar: liti, form og efní.
Ekkert á að sýnast, heldur að koma
fram eðli sínu samkvæmt. Hér er
tæknihyggja aldarinnar spegluð á
28