Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 41
STAÐA OG STEFNA ÍSLENZKRAR MYNDLISTAR
upp tíu manna og ófjárráða lista-
verkanefnd, sem lagði til urn kaup á
nokkrum listaverkum, en dó síöan af
fjölmenni bæði og áhugaleysi. Og ég
veit ekki heldur til að hún hafi orðið
borgarstjórninni sérlega harradauði.
Utan þessa hefur horgarstjórn
Reykjavíkur ekkert gert til stuðnings
við hina ungu myndlist, og hygg ég
það einsdæmi um svo stórt bæjarfé-
lag, hvað þá um höfuðborg lands.
Hinsvegar þykir bæði ríkisstjórn og
horgarstjórn aldeilis ágætt að geta
flaggað með listina þegar erlenda
gesti ber að garði eða annars yfir-
borðslegs tilhalds er þörf: Þá er hún
sótt í öskustóna, eins og barnið í
þjóðsögunni, þvegið í framan og
klappað á kollinn af föðurlegu steig-
urlæti. Sjaldan held ég að loddara-
skapurinn í þjóðlífi okkar verði öllu
ógeðslegri.
Þeir vita það samt eins vel og aðr-
ir, þessir menn, að hróður þjóðar út
um veröldina byggist fyrst og fremst
á listum hennar; milljónir manna um
heim allan vita um ísland og bera
virðingu fyrir því af þeirri ástæðu
einni. Og lítil nágrannaþjóð okkar,
færeyingar, er nú sem óðast að hefja
sig til vegs í vitund norðurálfu fyrir
tilstyrk skálda sinna og málara: Mik-
ines, Djurhuus, Franz Jörgen Jacob-
sen, William Heinesen.
Ekki vantar að við eigum efnin, á
mörgum sviðum frábær; en list þarf
andsvars, áhuga; enn hefur góð list
aldrei þróazt í menningarlegri logn-
mollu.
Þá var skilningurinn og stórhugur-
inn meiri, meðan menn urðu að snúa
við hverri krónunni í ríkissjóði: Frá
1896 til aldamóta kostaöi íslenzka
ríkið ungan myndlistamann að fullu
og öllu til náms; árið 1901 veitti Al-
þingi Einari Jónssyni 3000 kr. viður-
kenningu fyrir Útlagana, og 1907
veitti það enn Ásgrími Jónssyni 3000
króna listamannastyrk, meira en há
embættislaun voru á þeim tíma, og
má bæta því við, að ekki einum ein-
asta þingmanni kom í hug að bera
fram lækkunartillögu. Og í lok fvrra
stríðs tók íslenzka ríkið að sér ævi-
langa framfærslu Einars Jónssonar
myndhöggvara, svo hann gæti unniö
að list sinni í friöi. Nú myndi það
sennilega þykja hótfyndni, ef einhver
legði slíkt hið sama til um Ásmund
Sveinsson eða Sigurjón Ólafsson.
Hvað er hér að gerast? í stutlu
máli það, að ísköld og andlaus ver-
aldarhyggja er að læsa sig um þjóð-
félagið og hefur einnig lamað þá
menn, sem þó er trúað fyrir því að
efla til varnar og sóknar það vígi
sem hingað til hefur verið kallað ís-
lenzk listmenning. Það er jafnvel
engu líkara en þeir sömu hafi einna
fyrstir fallið fram og lilbeöið ísskáp-
ana!
í sannleika sagt eru íslenzkir lista-
menn orðnir svo að segja hinir einu
I þessu þjóðfélagi sem halda andlegri
31