Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 43
STAÐA OG STEFNA ÍSLENZKRAR MYNDLISTAR
til sveitar hjá einhverju bandalaginu,
því án lifandi, sjálfstæðrar listar
höldum við ekki áfram að vera þjóð,
heldur aðeins mannfólk á landfræði-
lega afmörkuðu svæði.
Þrátt fyrir það sem ég hef hér talið
forsjármönnum íslenzkra mennta-
mála til ávirðingar, neita ég því ekki,
að ávallt sé um að ræða víxlverkun
milli þess listræna afls sem í málara-
eða höggmyndalistinni býr á hverj-
um tíma, og þess áhuga sem þær eiga
að mæta. Og vissulega sver ég ekki
fyrir það, að ríkjandi sé viss lægð,
viss kreppa, í myndlistinni núna, þótt
öll viðmiðun sé nálega óraunhæf,
meðan aðbúð hennar er eins og raun
ber vitni. Að vísu eiga sér stað all-
mikil átök milli hins hreina flatar-
málverks, sem er farið að sýna nokk-
ur úrkynjunarmerki í fágun sinni og
spekt, og nýrrar stefnu sem hneigist
að sjálfráðari (spontanari) mynd-
túlkun, og nær sú uppreisn allt frá
lýriskri abstraktion til tachisma og
automatisma. Nýrómantíkin sem í
þessum stefnum birtist, á forsendur
sínar í því, að hinir tæknilegu mögu-
leikar bjóða manneskjunni upp á nýj-
an lífsunað; forspá listarinnar sýnir
okkur að skeið hinnar verklegu upp-
byggingar sé komið að kaflaskilum;
úrvinnsla möguleikanna er að taka
við. Hér á Islandi hefur átaka þess-
ara orðið vart, en þó, liggur mér við
að segja, með óguðlegri spekt.
Listkreppan, sem svo er nefnd úti
um álfuna nú um stundir og á einnig
við hér, á sér allt aðrar orsakir, og að
ég held orsakir, sem bendi í sjálfum
sér til jákvæðrar þróunar.
Ég býst ekki við að neinn neiti því,
sem fylgzt hefur með evrópskum list-
um, að arkiteklúrinn, byggingarlist-
in, hafi nú um alllangt skeið tekið
forystuna, þótt myndlistin sé að
sönnu aflvakinn sem að grundvelli
liggur. Slíkt gerðist á gotneska tím-
anum og í byrjun endurreisnaraldar.
Ef við gætum horft aftur á þessa ára-
tugi af sögulegum sjónarhól, er ég
sannfærður um að byggingarlistina
bæri hæst meðal evrópskra lista í dag.
Smám saman hefur hún verið að
marka málara- og höggmyndalistinni
nýtt svið, krefjast þátttöku þeirra í
byggingarverkinu, hinu samstæða,
monumentala listaverki, en þjóðfé-
lagið hefur ekki veitt þessari tilhneig-
ingu svigrúm, og þar held ég að or-
sakir þessarar listkreppu séu fólgn-
ar. Við sjáum að æ fleiri myndlistar-
menn gripa til áþreifanlegra efna í
myndtjáningu sinni, fara að vinna í
mósaík, steingler, freskó, myndvefn-
að, sgraffító eða múrristu, sem allt
hæfir hinni nýtízkulegu byggingarlist
ólíkt betur en léreftsmálverkið. Hér
heima hefur þróun þessi aðeins feng-
ið smugu, og má þar nefna steinglers-
rúður Gerðar Helgadóttur í Skál-
holts- og Kópavogskirkju og hinar
nýju steinglersrúður Nínu Tryggva-
dóttur í Þjóðminjasafninu, sem allt
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
33
3