Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 46
GUÐBERGUR BERGSSON Svipmót Spánar EINHVERN tíma um veturinn 1958, fann ég gamalt póstkort með mynd af gamalli steinbrú yfir skolugt fljót, konum liggjandi á hnjánum við þvott fram á fljótsbakkanum, en í baksýn var borg, sem virtist hreykjast uppi á hæðum með ótal kirkjum. Aftan á kortinu stóð á þremur tungum: Zamora við Duero. Af einhverjum ástæðum hafði myndin slík áhrif á mig, að ég ákvað að heimsækja borgina þá um sumarið. Annan dag júnímánaðar, að mig minnir, tróðst ég móti straumi bæjarbúa á aðalgötunni, sem safnazt höfðu þar saman til að sýna sig og sjá aðra, þetta síðdegi, enda sunnudagur og slíkt spænskur siður. Ég tróðst fram hjá Casino, en fyrir framan það sátu betri borgarar bæjarins á tágastólum og horfðu sín- um þreyttu og votu peningaaugum á þá, sem fram hjá fóru, skorpnir í framan og óhagganlegir á svip eins og máttarstólpum ber að vera hvar sem er í heim- inum. Ég spurði sendil hjá krásabúðinni um ódýrt gistihús og skömmu síðar stend ég sveittur í anddyri Pension Modema eftir hinn mikla ágang augn- anna. Fyrir framan mig situr maður á stól og reykir pípu. Hann er á að gizka rúmlega sextugur, með snjóhvítt hár og markaða andlitsdrætti, virðulegur eldri maður með svipmót bænda á andlitinu. Hann horfir þegjandi á mig og ég horfi þegjandi á hann, unz ég býð honum gott kvöld og spyr, hvort hann sé eigandi hússins. Hann segir svo vera. Ég spyr, hvort hann hafi laust her- bergi og geti hýst mig í nokkra daga, Hann kveðst ekki vita það, konan hafi skroppið frá, en býður mér að setjast á stólkoll í anddyrinu, furðar sig á hæð minni og segir, að rétt sé að bíða konunnar. Ert þú ferðalangur? spyr hann og hagræðir sér á stólnum. Já, svara ég. Þjóðverji? Nei. Ameríkani þá? íslendingur, segi ég. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.