Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 49
SVIPMÓT SPÁNAR íri, segir hann. Komuð þér frá Portúgal? Nei, Ég kom meS bílnum frá Valladolid, segi ég. Hann er alltaf troðfullur af fólki, segir hann vorkunnlátur. Það er miklu betra að koma á mótorhjóli, ef maður á það. Hafið þér ekki heyrt um sígauna- kerlinguna og Valladolid-bílinn. Nei, segi ég. Blessaður segðu honum frá henni, segir móðirin, hún er svo táknræn. Nú bíllinn var fullur og ekkert pláss, allt setið og staðið þegar hún kom og tróð sér inn. Allt fullt, ekkert pláss, segir Pepe bílstjóri, en hún treðst og treðst og segir: Ég skal með þótt ég drepist. Og hvað gerðist. Bíllinn valt skammt fyrir ofan Tudda, allir veltust í einni kássu í bílnum og stóðu upp nema hver, nema la gitana, hún liggur dauð. Þögnin verður mátulega löng og ég brosi dulrænu brosi eins og ég sé að íhuga „svona geta örlögin veriö“. Annars hélt ég að þér kæmuð frá Portúgal. As raparigas portuguesas náo sáo muito lindas, þær spænsku eru miklu fallegri, hann lítur til dyranna og sér að móðir hans er farin, þess vegna dregur hann línu í loftinu með báðum höndum til skýringar. Annars er hann hér skammt frá, tuttugu kílómetra eða þar um bil, — og bendir á upphandlegg sinn. Ég sé, að hann ber húðflúr. Ég lét tattóera mig þar, segir hann, í Lissabon. Hann sýnir mér skrautið á upphandleggsvöðvanum. Þar hangir Kristur á krossi. Ofan við hann stendur: Fyrir guð. Neðan við hann: Allt fyrir föður- landið. Maðurinn kreppir handlegginn og réttir úr honum, svo Jesús titrar allur eins og af kvöl, skreppur saman og þenst út. Stundum er eins og hann brosi. Við skruppum saman nokkrir strákar, mynduðum samtök, þetta er svo stutt til landamæranna. Við tókum lestina frá Salamanca, og hann kreppir og slak- ar á upphandleggsvöðvunum. Jæja, þér í bað og ég í hreina skyrtu. Þegar ég hef baðað mig er kvöldverður kominn, fólk sezt að borði og innan úr matsalnum berst samtal. Mér er vísað til sætis við stórt, kringlótt borð í miðjum sal og yfir mér hangir stór ljósahjálmur með hangandi glerskrauti og þremur dauft lýsandi perum. Við dreifð borð fram með veggjunum situr fólk á strjálingi, og tvær svaladyr standa opnar, svo inn berst ofurlítill gustur há- sléttunnar og þagnandi kliður götunnar. Við eitt borðanna sitja ung stúlka og roskinn maður, stúlkan er að segja, að henni leiðist matur yfirleitt og betra væri að nota pillur hans í stað, og vera þannig laus við matartilstand. Henni 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.