Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 55
JAIME GIL DE BIEDMA (Fáorður formáli Jaime Gil de Biedma er fœddur 1929 í Segovia, en hefur alið mestan aldur sinn í Barcelona, þar sem hann er framkvæmdarstjóri eins auðugasta fyrirtækis Spánar, Filipínska tóbaksfélagsins. í skáldskap er hann fylgjandi hinum svonefnda Barcelona- skóla, sem ber í stefnuskrá sinni félagskennd, sem oft verður vart greind frá þjóðfélags- raunsæi. Hann er þrístirnið: José Agustin Goytisolo, Carlos Barral og Gil de Biedma; að sögn Barrals bera þeir „iðnaðarættamöfn, og er frjálst að ákveða það, sem engu máli skiptir“, en hver um sig ber þó sitt svipmót í skáldskapnum og uppsprettur ljóða þeirra eru einstaklingsbundnar, þótt þeim sé sameiginleg öllum „hin slæma samvizka", og þeir kalla sig oft: skáld samvizkubitsins, og er það því dýpra, sem fjölskyldufyrirtækið er auð- ugra, og nær þess vegna hástigi, samkvæmt kenningunni, í Gil de Biedma. I skáldskap sínum leita þeir uppmna síns, æsku sinnar, að fyrstu minningum, þar sem heimur þeirra hefst: í borgarastyrjöldinni, en hana má telja upphaf heimsmyndar þeirrar, sem spænsk nútímaskáld gera sér; sú mynd er oft beiskjublandin líkt og aðstaða þeirra i þjóðfélag- inu núna. Þeir eru og voru börn „velstæðisins“, eins og þeir nefna það í háði, „stöðugt áhorfendur". Upphaflega komu þeir fram sem ljóðræn skáld öldugjálfurs, náttúru, orða, vinda, fugla og handa, svipaðir Éluard, en sannleikurinn umhverfis þá varð ennþá nær- tækari með ámnum, og ægilegur eins og hinar hræðilegu fordyr fjölskyldufyrirtækisins, sem vofði yfir þeim, svo tilfærð séu orð Barrals. Tvískiptir milli raunveruleikans og ósk- arinnar yrkja þeir, eftir að hafa goldið keisaranum það, sem keisarans er, jarðbundin ljóð með moldarkeim og ást á manninum, sem hefur verið og er aðalsmerki allrar spænskrar listar. Það er eins og því hærra sem klerkamir þeirra hafi hrópað á almætti guðs, því heitar hafi ákall hins spænska listamanns verið til jarðarinnar og hennar bama. Horfið á Velázques, Goya, lesið Cervantes, Quevedo, Galdós, Cemuda og Salinas, og athugið spænsk nútímaskáld og málara. Alstaðar rekst maður á lifandi mannverur teknar út úr umhverfinu ófölsuðu, það er eins og við þekkjum þær allar upp til hópa; líkt og þær vilji kenna: Til að skapa list þarf ekki að hverfa til hins ósjálfráða, heldur til hins sjálfráða, sem þó ber oft í sér eitthvað ósjálfrátt. Ljóð Jaime Gil de Biedma eru mjög sjálfráð, en þessi ljóð, sem hér birtast, gefa ekki nema einhliða hugmynd um kveðskap hans. Nei, nei, nei, varizt að falsa skáldskap með því að hlína á eina hhð hans. Þið eruð ekki „forstjórar hinnar fölsuðu sögu“. Ljóðin birtast hér almenningi í fyrsta sinn. Upphaflega vom þau prentuð sem jólakort handa kunningjunum. Þessi tvö ljóð af Fjórum siðferðisljóðum eru birt með leyfi höf- undar. Bækur Jaime Gil de Biedma eru: Samkvæmt dómi tímans, Samferðamenn (Companeros de viaje, eiginlega Nytsamir sakleysingjar, eins og það heitir á máli stjórnmálanna) og Cántico: heimur og ljóðlist Jorge Guilléns. Hann vinnur nú að bók um Espronceda, um ábyrgð skáldskapar og skálda, en þau, eins og flesta grunar, eru ekki laus við ábyrgð eins og dýr eyðimerkurinnar. — G. B.) 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.