Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 64
BJÖRN BJARMAN Ráðningin ÞAð var eins og að koma í annað land. Lyktin og andrúmsloftið framandi, alls staðar fólk að flýta sér út og inn í veitingasalinn. Mér vafðist tunga um tönn, er ég stóð fyrir framan afgreiðsluborðið og var spurður á útlenzku, hvers ég óskaði. Það lá við, að ég gæfist strax upp og hypjaði mig heim aftur. Ég hafði aldrei komið í útlandið og kunni ekki að vera með útlendum, var feiminn, fór hjá mér, þegar þeir litu í áttina til mín, og ég held ég hafi aldrei fundið eins til smæðar minnar og þegar ég kom í fyrsta sinn á hótelið á Vell- inum, þekkti engan, ekki of sterkur í útlenzkunni, illa klæddur, skórnir for- ugir, skyrtan óhrein og buxurnar ópressaðar, og þó var ég kominn þarna suðreftir til að ráða mig í vinnu hjá þeim útlendu. íslendingurinn, sem réði á skrifstofunni á hótelinu, benti mér, hvert ég ætti að snúa mér varðandi ráðninguna, og ég þorði ekki einu sinni að taka bössinn, heldur rölti í hægðum mínum í áttina að ráðningarskrifstofu flug- hersins á Keflavíkurflugvelli. Ráðningarskrifstofan var til húsa í gömlum bragga af ensku gerðinni og mér var visað inn í ofurlitla hornskonsu. Ég var dálitla stund að venjast rökkrinu, sá engan, hafði naumlega áttað mig, er ég heyrði sagt lágri, ísmeygilegri röddu: Fáðu þér sæti. Þá sá ég þann, sem talaði, ljóshærðan, sviplítinn mann á miðjum aldri. Það eina, sem hægt var að sjá í svip hans var óánægjuáhyggjur, og munn- vikin vísuðu niður, í augunum var deyfð og þreyta, hárið var vel snyrt og fötin fóru vel. Já gjörðu svo vel. Ég hrökk við, fór enn meira hjá mér, því útlenzkan lét mér illa í eyrum, þó svo ætti að heita að ég væri stautfær í henni. Ég muldraði þakkarorð og fékk mér sæti fyrir framan útlenda manninn. Ég heiti Richard D. Steel og er forstöðumaður þessarar skrifstofu. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.