Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 64
BJÖRN BJARMAN
Ráðningin
ÞAð var eins og að koma í annað land. Lyktin og andrúmsloftið framandi,
alls staðar fólk að flýta sér út og inn í veitingasalinn. Mér vafðist tunga
um tönn, er ég stóð fyrir framan afgreiðsluborðið og var spurður á útlenzku,
hvers ég óskaði. Það lá við, að ég gæfist strax upp og hypjaði mig heim aftur.
Ég hafði aldrei komið í útlandið og kunni ekki að vera með útlendum, var
feiminn, fór hjá mér, þegar þeir litu í áttina til mín, og ég held ég hafi aldrei
fundið eins til smæðar minnar og þegar ég kom í fyrsta sinn á hótelið á Vell-
inum, þekkti engan, ekki of sterkur í útlenzkunni, illa klæddur, skórnir for-
ugir, skyrtan óhrein og buxurnar ópressaðar, og þó var ég kominn þarna
suðreftir til að ráða mig í vinnu hjá þeim útlendu.
íslendingurinn, sem réði á skrifstofunni á hótelinu, benti mér, hvert ég
ætti að snúa mér varðandi ráðninguna, og ég þorði ekki einu sinni að taka
bössinn, heldur rölti í hægðum mínum í áttina að ráðningarskrifstofu flug-
hersins á Keflavíkurflugvelli.
Ráðningarskrifstofan var til húsa í gömlum bragga af ensku gerðinni og
mér var visað inn í ofurlitla hornskonsu.
Ég var dálitla stund að venjast rökkrinu, sá engan, hafði naumlega áttað
mig, er ég heyrði sagt lágri, ísmeygilegri röddu:
Fáðu þér sæti.
Þá sá ég þann, sem talaði, ljóshærðan, sviplítinn mann á miðjum aldri.
Það eina, sem hægt var að sjá í svip hans var óánægjuáhyggjur, og munn-
vikin vísuðu niður, í augunum var deyfð og þreyta, hárið var vel snyrt og
fötin fóru vel.
Já gjörðu svo vel.
Ég hrökk við, fór enn meira hjá mér, því útlenzkan lét mér illa í eyrum,
þó svo ætti að heita að ég væri stautfær í henni. Ég muldraði þakkarorð og
fékk mér sæti fyrir framan útlenda manninn.
Ég heiti Richard D. Steel og er forstöðumaður þessarar skrifstofu.
54