Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 67
RÁÐNINGIN Mér létti, er ég kom inn á skrifstofuna við hliðina, því þar voru íslenzkir skrifstofumenn að skrifa á ritvélar. Einn þeirra stóð upp og benti mér að koma. Ég settist á móti honum, og hann setti upp virðulegan svip og spurði, hvort ég væri með miða frá Steel. Ég jánkaði og lét hann hafa miðann, sem ég hélt enn á í hendinni. Hann tók við miðanum, setti eins konar eyðublað í ritvélina, og nú hófst sami spurningaleikurinn og inni hjá útlenda manninum að öðru leyti en því, að spurningamar voru á íslenzku og svörin skrifuð jafnharðan niðrá eyðu- blaðið í ritvélinni. Ég kannaðist við ritarann, hafði séð hann selja útlendum dátum blöð á stríðsárunum, og einhver hafði sagt mér, að hann hefði starfað hjá útlending- unum á Vellinum frá því hann kom úr kirkjunni á fermingardaginn og unnið sig allar götur frá því að vera aðstoðaruppþvottadrengur í hereldhúsinu í þessa virðulegu aSstoSarráSningarstjórastöðu. Hann var snyrtilegur unglings- piltur öðru hvoru megin við tvítugt, og hvíta skyrtan og snoturlega hnýtti bindishnúturinn báru þess greinilegt vitni, að hann hafði tekið yfirboðara sína sér til fyrirmyndar í klæðaburði. Hann bar hvítan klút í brjóstvasanum. Þegar hann talaði hafði hann' bæði fínan hreim og viðeigandi nefhljóð og dró gjaman seiminn. Hann kunni rétt vel á ritvél. Ég komst eftir því seinna, að hann hefði verið á mánaðarnámskeiði hjá stóru húsbændunum í útland- inu og fengið blað upp á það, sem hann hefði hangandi í ramma fyrir ofan rúmið sitt. Hann sýndi ekki átakanlega mikil tilþrif í útlenda málinu, varð oft orða- vant og rak í vörðumar, og þá fitlaði hann gjarnan við fínt hnýttan bindis- hnútinn, eins og hann byggist helzt við að finna þar útlendu orðin, sem hann vanhagaði um. Að lokum fór svo, að ég reyndi að hjálpa upp á sakimar, gat léð honum orð og orð, en þó var það gamla orðabókin hans Geirs heitins, sem var aÖalhjálparhella hans, og í hvert sinn, sem hann þurfti að fletta upp í orÖabókinni var hann skömmustulegur á svipinn og líkastur skólapilti sem staðinn er að smúli í prófi. Hann lauk við skriftirnar, leit á mig sigri hrósandi og ég nærri bjóst við, að hann segði: Þarna sérðu, hvað ég get, en hann tók í staðinn virðulega til máls, dýpkaði röddina og reyndi að vera sem fullorðinslegastur. Þú getur hringt eftir þrjá til fjóra daga þá ætti þetta að vera klárt. Mér hnykkti við, hélt ég mætti byrja að vinna næsta dag, og orðin duttu fram af vörunum án þess að ég réði við það. Má ég ekki byrja strax? 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.