Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 67
RÁÐNINGIN
Mér létti, er ég kom inn á skrifstofuna við hliðina, því þar voru íslenzkir
skrifstofumenn að skrifa á ritvélar. Einn þeirra stóð upp og benti mér að
koma. Ég settist á móti honum, og hann setti upp virðulegan svip og spurði,
hvort ég væri með miða frá Steel. Ég jánkaði og lét hann hafa miðann, sem
ég hélt enn á í hendinni.
Hann tók við miðanum, setti eins konar eyðublað í ritvélina, og nú hófst
sami spurningaleikurinn og inni hjá útlenda manninum að öðru leyti en því,
að spurningamar voru á íslenzku og svörin skrifuð jafnharðan niðrá eyðu-
blaðið í ritvélinni.
Ég kannaðist við ritarann, hafði séð hann selja útlendum dátum blöð á
stríðsárunum, og einhver hafði sagt mér, að hann hefði starfað hjá útlending-
unum á Vellinum frá því hann kom úr kirkjunni á fermingardaginn og unnið
sig allar götur frá því að vera aðstoðaruppþvottadrengur í hereldhúsinu í
þessa virðulegu aSstoSarráSningarstjórastöðu. Hann var snyrtilegur unglings-
piltur öðru hvoru megin við tvítugt, og hvíta skyrtan og snoturlega hnýtti
bindishnúturinn báru þess greinilegt vitni, að hann hafði tekið yfirboðara
sína sér til fyrirmyndar í klæðaburði. Hann bar hvítan klút í brjóstvasanum.
Þegar hann talaði hafði hann' bæði fínan hreim og viðeigandi nefhljóð og
dró gjaman seiminn. Hann kunni rétt vel á ritvél. Ég komst eftir því seinna,
að hann hefði verið á mánaðarnámskeiði hjá stóru húsbændunum í útland-
inu og fengið blað upp á það, sem hann hefði hangandi í ramma fyrir ofan
rúmið sitt.
Hann sýndi ekki átakanlega mikil tilþrif í útlenda málinu, varð oft orða-
vant og rak í vörðumar, og þá fitlaði hann gjarnan við fínt hnýttan bindis-
hnútinn, eins og hann byggist helzt við að finna þar útlendu orðin, sem hann
vanhagaði um. Að lokum fór svo, að ég reyndi að hjálpa upp á sakimar, gat
léð honum orð og orð, en þó var það gamla orðabókin hans Geirs heitins,
sem var aÖalhjálparhella hans, og í hvert sinn, sem hann þurfti að fletta upp
í orÖabókinni var hann skömmustulegur á svipinn og líkastur skólapilti sem
staðinn er að smúli í prófi.
Hann lauk við skriftirnar, leit á mig sigri hrósandi og ég nærri bjóst við,
að hann segði: Þarna sérðu, hvað ég get, en hann tók í staðinn virðulega til
máls, dýpkaði röddina og reyndi að vera sem fullorðinslegastur.
Þú getur hringt eftir þrjá til fjóra daga þá ætti þetta að vera klárt.
Mér hnykkti við, hélt ég mætti byrja að vinna næsta dag, og orðin duttu
fram af vörunum án þess að ég réði við það.
Má ég ekki byrja strax?
57