Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 71
YFIR LITLU VARSTU TRÚR ...
inn beygði sig alveg í keng og varð hálfu aumkunarverðari ásýndum en
áður.
„Hver djöfullinn er að þér — þetta er smáskeina,“ sagði stýrimaðurinn.
Norðlendingurinn glotti og sagði:
„Ef hann þvæði sér, þá sæist það ekki.“
„Sama er mér,“ sagði stýrimaðurinn.
Eg hafði komið um borð til þeirra — ég þekkti Dóra og skrapp yfir til að
rabba við hann. Meðan á slagsmálunum stóð hafði Dóri tekið sér teskeið í
hönd og borað skaftinu ofan í rispu á borðplötunni. Dúkurinn lá í kuðli á
miðju borði. Einhver hafði rispað nafnið sitt í plötuna og Dóri fór ofan í
stafina með teskeiðarskaftinu.
„Svona hresstu þig upp,“ sagði stýrimaðurinn enn einu sinni og sló á bakið
á litla manninum.
Norðlendingurinn glotti.
„Látiði hann eiga sig,“ sagði Dóri.
Stýrimaðurinn leit til okkar og sagði:
„Láta hvað? Þarf hann að grenja svona eins og ræfill?“
„Hann um það,“ sagði Dóri.
„Hann um það,“ át stýrimaðurinn eftir. „Af hverju hann um það? Þarf
hann að grenja þótt hann fái smáskeinu?“
„Hann um það,“ sagði Dóri og föndraði við skeiðina.
„Hvað segir Dóri?“ sagði Norðlendingurinn glottandi.
„Andskotinn,“ sagði stýrimaðurinn, „grenja útaf smáskeinu . . .“
„Það er ekki það,“ sagði litli maðurinn volandi og bærði loks á sér.
„Nú — hvað er það þá?“ sagði stýrimaðurinn. „Hv-hvað er það þá?
Segðu mér það ...“
„Það er ekki það,“ endurtók litli maðurinn og káfaði með fingurgómun-
um í blóðinu.
„Þú hefur ekkert í hann að gera,“ sagði stýrimaðurinn, „þú veizt það.“
Litli maðurinn hristi höfuðið og þagði.
„Þú flaugst á hann,“ sagði stýrimaðurinn. „Hvernig byrjaði þetta eigin-
lega?“
Stýrimaðurinn sneri sér að litla manninum og horfði ofan í hnakka hans.
Norðlendingurinn glotti og þeir sendu hvor öðrum talandi augnaráð.
„Heyrðirðu hann segja nokkuð?“ sagði stýrimaðurinn.
„Ekki orð,“ sagði Norðlendingurinn.
„Heyrðirþú hann segja nokkuð?“ spurði stýrimaðurinn og snerisér aðmér.
61