Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 71
YFIR LITLU VARSTU TRÚR ... inn beygði sig alveg í keng og varð hálfu aumkunarverðari ásýndum en áður. „Hver djöfullinn er að þér — þetta er smáskeina,“ sagði stýrimaðurinn. Norðlendingurinn glotti og sagði: „Ef hann þvæði sér, þá sæist það ekki.“ „Sama er mér,“ sagði stýrimaðurinn. Eg hafði komið um borð til þeirra — ég þekkti Dóra og skrapp yfir til að rabba við hann. Meðan á slagsmálunum stóð hafði Dóri tekið sér teskeið í hönd og borað skaftinu ofan í rispu á borðplötunni. Dúkurinn lá í kuðli á miðju borði. Einhver hafði rispað nafnið sitt í plötuna og Dóri fór ofan í stafina með teskeiðarskaftinu. „Svona hresstu þig upp,“ sagði stýrimaðurinn enn einu sinni og sló á bakið á litla manninum. Norðlendingurinn glotti. „Látiði hann eiga sig,“ sagði Dóri. Stýrimaðurinn leit til okkar og sagði: „Láta hvað? Þarf hann að grenja svona eins og ræfill?“ „Hann um það,“ sagði Dóri. „Hann um það,“ át stýrimaðurinn eftir. „Af hverju hann um það? Þarf hann að grenja þótt hann fái smáskeinu?“ „Hann um það,“ sagði Dóri og föndraði við skeiðina. „Hvað segir Dóri?“ sagði Norðlendingurinn glottandi. „Andskotinn,“ sagði stýrimaðurinn, „grenja útaf smáskeinu . . .“ „Það er ekki það,“ sagði litli maðurinn volandi og bærði loks á sér. „Nú — hvað er það þá?“ sagði stýrimaðurinn. „Hv-hvað er það þá? Segðu mér það ...“ „Það er ekki það,“ endurtók litli maðurinn og káfaði með fingurgómun- um í blóðinu. „Þú hefur ekkert í hann að gera,“ sagði stýrimaðurinn, „þú veizt það.“ Litli maðurinn hristi höfuðið og þagði. „Þú flaugst á hann,“ sagði stýrimaðurinn. „Hvernig byrjaði þetta eigin- lega?“ Stýrimaðurinn sneri sér að litla manninum og horfði ofan í hnakka hans. Norðlendingurinn glotti og þeir sendu hvor öðrum talandi augnaráð. „Heyrðirðu hann segja nokkuð?“ sagði stýrimaðurinn. „Ekki orð,“ sagði Norðlendingurinn. „Heyrðirþú hann segja nokkuð?“ spurði stýrimaðurinn og snerisér aðmér. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.