Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 73
YFIR LITLU VARSTU TRÚR ...
„Jæja Dóri — maður sér þig,“ sagði ég og gekk út að dyrunum.
„Blessaður vinur,“ sagði Norðlendingurinn og veifaði hendinni.
„Ég verð samferða upp,“ sagði Dóri. „Ég þarf að fá mér sígarettur.“
„Ég bið að heilsa,“ sagði Norðlendingurinn.
Við fórum út á þilfar og klifruðum yfir borðstokkinn. Við gengum þegj-
andi upp bryggjuna. Þeir stóðu við að bæta síldarnót og sjómenn af öðrum
bátum þukluðu garnið og bollalögðu um möskvastærð.
Gamall maður lagði trillunni sinni að og tók að stinga í nokkra þorsktitti
og fleygja þeim upp. Hreyfingar hans voru seinar en hnitmiðaðar. Það var
engu líkara en þetta væri mun flóknari athöfn en bara að fleygja fiski upp
á bryggju.
„Það er ekki asinn á veðrinu," sagði ég, þegar við komum upp undir að-
gerðarhúsið.
Dóri anzaði engu og pírði augun í sólskininu.
„Er andrúmsloftið alltaf svona?“ sagði ég.
„Alltaf ...“ sagði Dóri með semingi.
„Axel — var það hann þessi stóri?“ sagði ég.
Dóri kinkaði kolli.
„Ég sá eiginlega aldrei hvernig þetta byrjaði,“ sagði ég.
„Heldurðu að þetta sé að byrja í dag?“ hreytti Dóri út úr sér.
„Nei — eiginlega ekki,“ sagði ég. „Eiginlega grunaði mig annað. Er hann
háseti?“
„Hann!“ sagði Dóri af fyrirlitningu, „rígmontið mótoristakvikindi ...
hann hefur ekki hundsvit á vélum.“
Dóri ræskti sig og spýtti.
„Ég meinti nú hinn,“ sagði ég.
„Hver?“
„Þessi blóðugi.“
„Hann er annar mótoristi,“ sagði Dóri.
„Og hefur kannski vit á vélum?“ sagði ég.
„Það er meinið,“ sagði Dóri. „Það er hann, sem í raun og veru heldur
helvítis rokknum gangandi.“
63