Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 73
YFIR LITLU VARSTU TRÚR ... „Jæja Dóri — maður sér þig,“ sagði ég og gekk út að dyrunum. „Blessaður vinur,“ sagði Norðlendingurinn og veifaði hendinni. „Ég verð samferða upp,“ sagði Dóri. „Ég þarf að fá mér sígarettur.“ „Ég bið að heilsa,“ sagði Norðlendingurinn. Við fórum út á þilfar og klifruðum yfir borðstokkinn. Við gengum þegj- andi upp bryggjuna. Þeir stóðu við að bæta síldarnót og sjómenn af öðrum bátum þukluðu garnið og bollalögðu um möskvastærð. Gamall maður lagði trillunni sinni að og tók að stinga í nokkra þorsktitti og fleygja þeim upp. Hreyfingar hans voru seinar en hnitmiðaðar. Það var engu líkara en þetta væri mun flóknari athöfn en bara að fleygja fiski upp á bryggju. „Það er ekki asinn á veðrinu," sagði ég, þegar við komum upp undir að- gerðarhúsið. Dóri anzaði engu og pírði augun í sólskininu. „Er andrúmsloftið alltaf svona?“ sagði ég. „Alltaf ...“ sagði Dóri með semingi. „Axel — var það hann þessi stóri?“ sagði ég. Dóri kinkaði kolli. „Ég sá eiginlega aldrei hvernig þetta byrjaði,“ sagði ég. „Heldurðu að þetta sé að byrja í dag?“ hreytti Dóri út úr sér. „Nei — eiginlega ekki,“ sagði ég. „Eiginlega grunaði mig annað. Er hann háseti?“ „Hann!“ sagði Dóri af fyrirlitningu, „rígmontið mótoristakvikindi ... hann hefur ekki hundsvit á vélum.“ Dóri ræskti sig og spýtti. „Ég meinti nú hinn,“ sagði ég. „Hver?“ „Þessi blóðugi.“ „Hann er annar mótoristi,“ sagði Dóri. „Og hefur kannski vit á vélum?“ sagði ég. „Það er meinið,“ sagði Dóri. „Það er hann, sem í raun og veru heldur helvítis rokknum gangandi.“ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.