Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í þeim efnum vaxi á ný. Margt er enn á fræðiritum Marx að læra, þótt mjög séu breyttir tímar frá þeirra dögum. En þá myndu þau rit koma að beztum notum í baráttu okkar fyrir þjóðfrelsi Islendinga, ef við temdum okkur að hafa rit Einars til hliðsjónar og létum þau kenna okkur, á hvern hátt hin marxisku fræði varpa ljósi á lögmál þróunarinnar í okkar þjóðfélagi á hverjum tíma og hvernig marxiskur skiln- ingur á fyrirbærunum opnar augu okkar fyrir því, hvemig á þeim ber að taka, svo að sem fyllstum árangri verði náð. Gunnar Benediktsson. Sverrir Kristjánsson: Ræður og riss Reykjavík, Heimskringla, 1962. Ieftirmála við ritgerðasafn sitt Ræður og riss farast Sverri Kristjánssyni svo orð: „Svo sem lesendur munu sjá, er hér fremur fátt ritgerða um sagnfræðileg efni, aliur obbinn er um málefni líðandi stund- ar, dægurflugur gæti maður kannski kallað þær. Þó hefur efni sumra þessara ritgerða náð hærra aldri en títt er um dægurflugur, og má það kannski réttlæta birtingu þeirra hér á þessum stað.“ Ekki virðist nein sér- stök þörf að réttlæta greinasafn Sverris. Hitt er rétt, að efni sumra greinanna hefur náð æmum aldri. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að úr þessum 39 ritgerðum má lesa ágrip af íslandssögu síðustu tveggja áratuga. Held- ur er það dapurleg lesning, þótt ekki sé það sök Sverris, þvert á móti. Fáir hafa drengi- legar barizt í þeirri orrahríð, sem enn er háð um sjálfstæði þjóðarinnar og menn- ingu. Og þó ekki kæmi til ritsnilld höfund- ar og vígfimi, væri þó ærinn fengur að bók- inni. Hún er holl og nauðsynleg upprifjun á atburðarás, sem kalla mætti með orðum Sverris eina samfellda chronique scanda- leuse. Sverrir Kristjánsson hefur það fyrir satt, að andlegir hæfileikar borgarastéttarinnar íslenzku séu venjulega í öfugu hlutfalli við athafnasemina. Þessu til sannindamerkis leiðir hann fyrir dóm lesenda Gísla Jóns- son alþingismann, sem á því herrans ári 1942 gerði sig líklegan til þess að kaupa með húð og hári eitt af kjördæmum Vestur- lands. Vart getur ömurlegri inngang bókar, en birtir þó um stund, stutt ræða haldin á lýðveldishátíð 1944 minnir okkur á einhuga þjóð, sem var ölvuð af gleði yfir fengnu frelsi. Síðan er hrapað stall af stalli, og í bókarlok er borgarastéttin íslenzka, per- sónugerð í Gísla Jónssyni, að bisa við að troða íslandi í Efnahagsbandalagið. Það er sízt að undra þótt Sverrir komist svo að orði, að umrædd stétt taki tamningu eins og greindasti rakki. Þau eru orðin ærið mörg skeytin, sem Sverrir Kristjánsson hefur hent að borgur- unum íslenzku, og undan flestum hefur sviðið. Hvenær hefur t. d. borgarablöðun- um reykvísku — þessari almannagjá ís- lenzkrar heimsku — verið beturlýst: „Það skal ósagt látið, hvort þeir menn, sem stjórna pennum Vísis hafi selt sál sína eða ekki. Mér er ekki kunnugt um, hvort sú vara sé yfirieitt markaðshæf.“ (bls. 47) Og þannig mætti lengi telja. Eitt af óskabörn- um Thórsaranna fær þann stuttaralega vitnisburð, að hann sé „falleraður littera- tus“ og munu flestir þeirri lýsingu sam- mála. Smáskitleg afbrot Þjóðvamarflokks- ins sáluga fá verðskuldaðan aðhlátur sinn í greininni Jómfrúin og flagarinn. Og vor maður í Washington fær forsetaraunir sín- ar gerðar ódauðlegar: „Herra Thor Thors símsendi svar sitt. Það var orðað í þeim sérstaka hátíðarræðustíl, sem ætt hans 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.