Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 97
UMSAGNIR UM BÆKUR bregður fyrir sig, á þeim stundum, er hún mælir mest um hug sér eða eignir hennar rísa ekki undir skuldum hennar" (bls. 118). Því fylgir að sjálfsögðu nokkur ábyrgð að stýra svo beittum penna. í afmælisgrein um Jónas frá Hriflu sjötugan farast Sverri svo orð: „Miskunnarleysi hans við andstæð- inga var með slíkum hætti, að margir báru aldrei sitt bar eftir meðferðina" (bls. 194). Með nokkrum rétti má halda slíku fram um Sverri. En þó er mikill munur á. Ef frá er skilinn Kristmann Guðmundsson, minn- ist ég þess ekki, að Sverrir hafi nokkurn tíma vegið að manni sökum þess eins, að sá hinn sami lægi vel við höggi. Allir eru fjendur hans fulltrúar siðspilltrar yfirstétt- ar og fremur öðru fjandmenn íslands. Þegar stjórnmálum sleppir, hefur Sverrir einkum látið menningarmál til sín taka, og þykir undirrituðum einna mestur fengur að grein hans um Georg Brandes. Bókin ber þess merki, að fátt er höfundi hennar óviðkomandi, og gildir það jafnt klerkinn í Vallanesi og „furðustofnun íslenzku þjóð- arinnar", Ríkisútvarpið. En fremur öðru er Sverrir húmanisti og stendur föstum fót- um í evrópískri og íslenzkri menningu. Eitt dæmi þess er grein hans um þá greindar- legu tillögu Morgunblaðsins árið 1946 að hola Árnasafni niður á Þingvöllum. — Þar segir: „Það mun ekki leika á tveim tungum, að við íslendingar munum ekki geta lagt neinn þann skerf til raunvísinda nútímans, sem aðrar þjóðir geta ekki jafn- vel eða betur. í raunhæfum vísindum verð- um við að sækja svo að segja allt til ann- arra, enn sem komið er að minnsta kosti, þótt víst sé, að hinir ungu vísindamenn okkar eiga eftir að vinna mikið verk og sjálfstætt í þágu atvinnuvega okkar. En á einu sviði eigum við þess allan kost að miðla öðrum þjóðum af kunnáttu okkar. Við getum framar öðrum þjóðum unnið stórvirki í germönskum fræðum, þar þurf- um við ekki að verða þegn né lærisveinn. Á íslenzkri grund getur Árnasafn orðið lifandi þáttur í þeirri taug, sem tengir sam- an fortíð germanskra þjóða og nútíð“ (bls. 55). Mættu þau orð gjaman verða til nokk- urrar umhugsunar þeirri öld, sem allt mæl- ir upp í raunvísindum, en hirðir lítt eða ekki um þann húmanisma, sem Sverrir Kristjánsson er einn beztur fulltrúi fyrir. Jón Thór Haraldsson. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu Heimskringla, Reykjavík, 1962. RÁ því fyrir síðustu aldamót hefur Kúba verið á yfirráðasvæði Bandaríkjanna og jafn nátengd efnahagskerfi þeirra eins og hin einstöku ríki innan Bandaríkjanna sjálfra. Það virtist því nær óhugsandi að Kúba gæti á skömmum tíma losað sig úr þeim tengslum. Einræðisherrann þar, Ba- tista, var líka handgenginn Bandaríkja- stjóm; hafði gnægð vopna og morð fjár. Það kom því að sjálfsögðu á óvart, er það spurðist í ársbyrjun 1959, að þessi voldugi maður væri stokkinn úr landi, en ævintýramaður nokkur, sem enginn vissi deili á hafði setzt að völdum á Kúbu. Mað- ur þessi — Fidel Castro — var þó ekki annað en venjulegur skæmliðaforingi, ekki einu sinni sósíalisti hvað þá kommúnisti. Valdataka hans var einstætt fyrirbæri. í liði hans vom engir hershöfðingjar með fjárplógsmenn að bakhjarli, fáir stjórn- málaspekingar heldur nær eingöngu fávísir öreigar. Hér á landi hafa vafalaust fáir nokkra verulega vitneskju um atburðina á Kúbu 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.