Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og orsakir Jieirra því lítið hefur verið um þá ritað fyrr en ofannefnd bók kom út fyr- ir nokkrum mánuðum. Bók þessi fyllir því upp í eyðu í okkar pólitísku bókmenntum, ekki sízt vegna þess að hún greinir frá við- burðum sem varla munu eiga sér hlið- stæðu. Höfundur ritsins, Magnús Kjartansson, ritstjóri, dvaldist á Kúbu um mánaðartíma síðastliðið sumar, ferðaðist mikið um eyna og kynnti sér landið og þjóðarhagi. Honum gafst tækifæri til að kynnast þar mörgum þeim er þátt tóku í byltingunni og umbóta- starfi því, sem þar hefur verið unnið á síð- astliðnum árum. Þó er bók hans engin ferðasaga í venjulegum skilningi. Hann byggir hana að vísu að nokkru leyti á eigin sjón og raun og upplýsingum frá mönnum sem við byltinguna voru riðnir. En hann notar einnig margar skriflegar heimildir, bæði rit byltingarmannanna sjálfra og ann- arra höfunda, meðal annars bók eftir Jean- Paul Sartre. Honum hefur tekizt að gera bókina bæði bráðskemmtilega og lifandi og jafnframt fróðlega. Stíllinn er skýr og einfaldur, laus við alla fordild. Kaflinn um samskipti byltingaraflanna á Kúbu og Bandaríkjastjómar er sérlega lær- dómsríkur. f upphafi taka byltingarmenn- irnir einungis jarðeignimar eignarnámi, skerða hvorki iðnaðar- né kaupsýsluauð- valdið, og virðast ætla að hægt sé að stofna til borgaralegs lýðræðis; búast við að hin- ir nýju jarðeigendur á Kúbu, bændur, og kúbanskir og bandarískir auðmenn geti lif- að þar saman í sátt og samlyndi í landi þar sem landbúnaður er nátengdur iðnaði. Sú von bregzt, enda voru auðhringamir í mörg- um tilfellum eigendur jarðanna. Banda- ríkjastjóm, sem ekki getur fjarstýrt upp- reisnarstjórninni á Kúbu grípur til refsi- aðgerða, enda þótt Kúbustjómin geri allt sem í hennar valdi stendur til að forðast árekstra við hinn volduga nágranna. Castro á nú engan annan kost en að gera sósíalist- íska byltingu eða gefast upp ella. Auðvitað er ómögulegt að gizka á, hver framvinda hefði orðið á Kúbu, ef banda- rísk stjórnarvöld og auðhringar hefðu eng- in afskipti haft af málum þar. En ekki er ólíklegt að hefndin fyrir hálfgerða byltingu hefði komið yfir Castro og hans menn þótt síðar hefði orðið. Frásögn höfundar um Fidel Castro sjálf- an er út af fyrir sig mjög athyglisverð. Ilann og fylgismenn hans em sérstök teg- und byltingarmanna. Þeir virðast vera al- veg ólærðir á bókina, andstæður við Lenin og marga hinna rússnesku byltingarfor- ingja, sem voru hinir mestu lærdómsmenn og bókaormar. Castro er framkvæmdamað- ur. í útlegðinni sezt hann ekki að á British Museum og stundar vísindi, heldur er hann á ferð og flugi; undirbýr uppreisn og ræðst inn á Kúbu með 80 manna sveit gegn 50.000 manna liði einræðisherrans. Hann hefur litla eða enga þekkingu á marxisma, hefur sjálfur enga hugmynd um að hann sé kommúnisti eða hefur a. m. k. ekki orð á því fyrr en Sovétríkin em orðin hans aðal- stuðningur og bakhjarl og óvíst að hann hefði annars nokkurn tíma glöggvað sig á því, svo andstæðar sem aðferðir hans voru kenningum marxista. Sjálfsagt lærir hann marxismann af Rússum, en það væri líka ákjósanlegt að þeir lærðu af dæmi hans að leyfa hundrað blómum að spretta. Oll með- ferð höfundar á þessu efni er sérstaklega nierkileg og ágætt lestrarefni fyrir alla þá sem áhuga hafa á fræðilegum sósíalisma. Magnús Kjartansson á miklar þakkir skilið fyrir bleypidómalausa frásögn um einhverja mikilvægustu atburði í allri sögu kúbönsku þjóðarinnar og máski allrar Vesturálfu. Um útgáfu bókarinar er skemmst að segja að hún er snyrtileg og frágangur all- ur vandaður. Margar skemmtilegar inynd- 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.