Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar upplýsingar og er hún því eins konar „hungurvaka" þeim sem hafa áhuga á mál- efnum Suðurameríku og alþjóðlegum stjórnmálum yfirleitt. Bókin er mjög einhliða ádeila á Banda- ríkin og gerir ljósa grein fyrir áformum þeirra og starfsaðferðum, en aftur á móti gefur hún enga skýringu á því hversvegna sardínurnar í Suðurameríku ganga svona beint í gin hákarlsins. Hún minnist ekki á þjóðskipulag eða hagi þjóðanna þar syðra. Hún talar ekki um hinn mikla fjölda menn- ingarsnauðra, févana smábænda og hina fámennu stétt auðugra landeigenda, sem eru af hákarlaættinni; og þótt sjálfir séu þeir smávaxnir, eru þeir þó hinir traustustu vinir og bandamenn hinna stórvöxnu frænda sinna í Bandaríkjunum. Höfundur getur heldur ekki um kaþólsku kirkjuna, greinir ekki frá aðstöðu hennar í Suður- ameríku eða áhrifum hennar á stjórnmál, efnahagsmál og menningarmál. Við fáum yfirleitt ekki að sjá þá hlið málsins, sem að Suður-ameríkumönnum sjálfum snýr. Hann minnist heldur ekki á byltinguna á Kúbu eða Fidel Castro, enda þótt bókin komi ekki út fyrr en um það bil sem Castro settist að völdum. Þó mætti ætla að atburð- irnir þar hefðu orkað svo á þennan erki- óvin Bandaríkjanna, að hann hefði séð á- stæðu til að minnast á þá. Eðlilegast virð- ist að álykta að hann sé enginn vinur sós- íalismans og væri ekki neinn harður and- stæðingur þjóðfélagsskipulagsins í Suður- ameríku bara ef Bandaríkjamenn — böl- valdar Suðurameríkumanna — væru á hak og burt. Að sjálfsögðu er Suðurameríku- mönnum hin mesta nauðsyn að losna und- an oki Bandaríkjanna, en þó er síður en svo að þeir valdi þar öllu böli. „Án er ills gengis, nema sjálfur heiman hafi.“ Þótt rit þetta sé einhliða og gefi oss harla litla hugmynd um orsakimar að ó- gæfu Suðurameríkumanna, gefur það þó ágæta lýsingu á aðferðum Bandaríkja- manna að sölsa undir sig auð og völd þar syðra. Raunar eru þær í stórum dráttum þær sömu sem öll stórveldi nota í svipuð- um tilgangi. Líkum aðferðum var beitt hér þegar íslendingar gengu í Atlantshafs- bandalagið og þegar Keflavíkursamningur- inn var gerður. Við getum æfinlega reitt okkur á það að stórþjóðir, sem telja sér hag í að undiroka smáþjóðir, svífast einskis til þess að mál þeirra nái fram að ganga. Þær hafa æfinlega á réttu að standa eins og hákarlinn gagnvart sardínunum, en reyna þó í lengstu lög að skýla úifshárunum und- ir sauðargæmnni. Bókin er okkur íslendingum hollur lest- ur nú á dögum þegar fransk-þýzki hákarl- inn vill gera samning við okkur á jafnrétt- isgrundvelli. Hannes Sigfússon á því þakk- ir skilið fyrir vandaða þýðingu svo og „Mál og menning" fyrir útgáfu bókarinnar. Skúli Þórðarson. Rannveig Tómasdóttir: Andlit Asíu Heimskringla. Reykjavík, 1962. erðalög em sú skemmtun, sem er al- þjóðlegri en flestar aðrar, og við ís- lendingar erurn ekki eftirbátar annarra í dálæti á þeirri skemmtun og höfum aldrei verið það, þegar aðstæður hafa leyft að njóta hennar. — Og það hefur verið háttur Islendinga fyrr og síðar að njóta ferðalaga á þann hátt „að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast." Þeir sem víða fóru, vom kærkomnir gestir þeim, sem hvergi komust, því að þeir tóku þá með til fjarra heima og ókunnra þjóða, þar sem setið var á rúmbríkinni og hugurinn látinn 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.