Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 112
Tímarit Máls og menningar „De civitate Dei“ (II, 21) virðist sú skoðun koma fram, að veraldlegt ríkisvald sé ekki lögmætt nema stjórnin sé sannkristin, og heiðin ríki liafi því ekki tilverurétt. Síðar í sömu bók (XIX, 24) kemur þó í Ijós, að sú er skoðun Agústínusar, að „ríkisvaldið“ sé sett af guði til að þjóna tilætlun hans og til- gangi“, eins og Sverrir Kristjánsson hendir réttilega á, hvort sem það er kristið eða heiðið. En af einhverjum undarlegum á- stæðum steingleymdu hugsuðir miðalda þessum seinni kafla, en vitnuðu hins vegar því oftar í fyrri kaflann (II, 21). Síðasta vandamálinu, sem ég gat um í upphafi, árekstri og samruna germanskrar og rómverskrar menningar, eru gerð nokk- uð misjöfn skil. Höf. lýsir mjög nákvæm- lega öllum atburðum á sviði hernaðar, en fjallar ekki eins ýtarlega um ýmsa þá þætti menningarinnar, sem miklu máli skipta. Það er t. d. ekki nóg að lýsa Germönum samkvæmt frásögn Cæsars og Tacitusar, því að menning þeirra mun hafa breytzt talsvert á næstu öldum eftir daga Tacitus- ar. Sverrir bendir að vísu á kenningar Dopsch um það, að munur á germanskri og rómverskri menningu hafi farið minnkandi á síðustu öldunum fyrir þjóðflutningana. En þetta hefði þurft að ræða nánar til þess að skýra betur hvað það var, sem torveldaði þennan samruna. Svo virðist, sem þeir Ger- manar, sem næst bjuggu landamærum Rómaveldis, hafi orðið fyrir margþættum áhrifum frá Rómverjum á síðustu öldum fornaldar. Verzlun og iðnaður hófst með þeim í nokkrum mæli og þeir kynntust sumir hverjir borgarinenningu. A sama tíma virðist menning sumra hluta Róma- veldis a. m. k. liafa færzt nær germanskri menningu. Þegar Rómverjar kynntust Ger- mönum fyrst, fannst þeim t. d. útlit þeirra harla villimannlegt. Á 4. og 5. öld höfðu Rómverjar hins vegar tekið upp á því að ganga í gallískum klæðum hversdags, en þau voru mjög svipuð klæðum Germana. Utlitsmunur Germana og Rómverja var þá orðinn mun minni en áður og aðallega fólg- inn í hárgreiðslu, því að Rómverjar gengu með stuttklippt hár en Germanar með sítt hár. Sumir telja einnig að landbúnaðar- tækni Rómverja hafi færzt nær landbúnað- artækni Germana vegna þeirrar mannfækk- unar og hnignunar, sem leiddi af óáran þriðju aldar. Ef þetta er allt rétt, hefur munurinn á ýmsum germönskum þjóðum og Rómverjum verið mun minni um 400 en hann var á dögum Tacitusar, en um leið hefur sjálfsagt verið orðinn meiri munur á lifnaðarháttum germanskra þjóða innbyrð- is (t. d. Gota og Saxa). Þrátt fyrir þetta hefur enn verið mikill munur á þessum tveimur þjóðum, bæði á hugsunarhætti þeirra og lifsvenjum (Germanar voru her- menn miklir, en Rómverjar voru mjög fam- ir að týna þeirri list, þegar hér var komið sögu). 011 þessi atriði krefjast gaumgæfi- legrar athugunar, bæði til þess að unnt sé að skilja betur samskipti þeirra þjóða, sem við áttust á þjóðflutningatímunum, og einn- ig til þess að meta það, sem Germanar lögðu af mörkunum til að skapa menningu fyrri bluta miðalda. Hefði því verið rétt að verja nokkru rúmi í slíkan samanburð. Þegar sagt er frá þjóðflutningunum sjálf- um, hefði mátt bæta því við, að margar þjóðflutningaþjóðirnar, sem gjarnan er talað um sem samstæðar heildir, voru í raun og veru oft harla sundurleitar, eink- um þær stærstu. Sú þjóð, sem flokkurinn allur var kallaður eftir, var oft ekki nema liluti af honum, en í för með henni voru svo ýmsar aðrar þjóðir og þjóðabrot. Þegar Þjóðrekur fór til ítalíu með Austgota, voru í fylgd með honum bæði Gotar og Rygir, og í Italíu slógust Skírar, Ilerúlar, nokkrir Alamannar og jafnvel ævintýramenn frá Norðurliindum í hópinn. Með Vestgotum og Ilúrgundum virðast liafa verið menn af 'v 430
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.