Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Jóhannes úr Kötlum
hræring sálar hans, andardrátturinn og hj artslátturinn í hans ljóðum. -
Vandlæting hans var sterk og orð hans eins og þung högg, er hann hneyksl-
ast á manndómsleysi samtíðar sinnar:
Þetta mórauða skólp, sem hnígur þyngslalega inn æðar vorar
það er ekki mannsblóð.
Og hann spyr: „Þurfum vér þá svipuhögg í andlitið / þarf að brenna land
vort / henda börn vor á byssustingj um / til þess að blóð vort verði rautt og
heitt.. .“
Þessi sterku orð hans minna svo oft á spámenn Gamla testamentisins, á
Amos spámanninn frá Tekóa, sem brann af þessari sömu þrá, þessari ástríðu-
fullu ást á réttlætinu.
Fátækt bernskuheimilisins í Dölum vestur, vonlaus hetjuskapur einyrkjans
föður hans, þögul trúfesta móður hans, er bakgrunnur þeirrar hfsstefnu,
sem átti eftir að móta list hans og líf. Síðar er hann stóð í fordyri „menn-
ingarinnar" í Reykjavík kreppuáranna og hann kynntist andagiftarmönnum
höfuðstaðarins og listamönnum sem stóðu öðrum fæti í menningarstraum-
um evrópskrar samlíðar, þá upplukust fyrir honum þeir leyndardómar, sem
honum höfðu verið huldir áður: „Honum birtast örlög fátæklingsins í nýju
ljósi og hann opnar augu fyrir þeim kjörum sem hann ólst sjálfur upp við“
- eins og fornvinur hans Kristinn E. Andrésson segir réttilega um hann.
Hin þjóðlega unglingslega hrifningarvíma æskuáranna er horfin, fylgikona
feðra hans, fátæktin, er ekkert óviðráðanlegt náttúrufyrii'bæri, heldur sam-
félagslegt fyrirbrigði og bölvaldur, sem hans nýja hfstrú sósíalisminn gefur
fyrirheit um að koma á kné, og hann yrkir til þessa „unga ókunna guðs, sem
enn er að skapast“ - eins og hann kemst að orði og segir:
Hinir friðlausu bíða eftir frelsi þínu
— þeir finna eitthvað byltast í hjarta sínu,
er deilir á blekkingu dauðra orða
í draumi þess lýðs sem varð hungurmorða.
Ert það þú?
Mörg fegurstu Ijóð Jóhannesar er að finna í bók hans Sjödægru. Ef til vill
er orðið fagurt ljóð villandi — sum þessara kvæða eru ógnvekjandi, kveðin
undir þeim krossi, sem skáldið eitt virðist oft vera dæmt til að bera fyrir
samtíð sína. Kvæðin eru flest frá tíma þeirrar martraðar sem kenndur hefur
verið við kalt stríð. Ef til vill hefur engri kynslóð þessa lands verið teflt í
3